c

Pistlar:

21. júlí 2017 kl. 7:39

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Mígreni getur tengst næringarefnaskorti

Ég fjallaði í síðustu viku um ýmislegt, bæði fæðu og annað, sem getur orðið til þess að fólk fái mígreniköst. Í þessari grein fjalla ég um næringarefnin (bætiefnin) sem líkamann skortir oft og geta leitt til mígrenis.

Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að aukið magn af hómósysteini (tengist aukinni hættu á hjartasjúkdómum), auk minni orku í orkuframleiðsluhluta frumnanna (hvatbera þeirra), það er að segja minna af því eldsneyti sem frumur nota til að búa til orku, geti leitt til mígrenis. Skortur á ákveðnum vítamínum og steinefnum getur leitt til aukins hómósysteins og minni efnaskiptaorku. Þau vítamín sem hafa áhrif á þetta ferli eru riboflavin (B-2), pyroxidine (B-6) og cobalamin (B-12). Skortur á þeim og nokkrum öðrum næringarefnum eins og C-vítamíni, E-vítamíni, kalki, CoQ10, magnesíum og járni er oft algengur hjá þeim sem þjást af mígreni.

B- OG C-VÍTAMÍN
Öll B-vítamínin eru vatnsuppleysanlega, nema B-12 sem er geymt í lifur og er mjög mikilvægt einkum fyrir þá sem eru grænmetisætur eða vegan, því þeir fá það ekki út fæðunna. B-vítamínin safnast því almennt ekki fyrir í líkamanum. Þess vegna þarf að taka þau inn daglega. Þeir sem eru með mígreni geta styrkt taugakerfi líkamans með því að taka góða B-vítamínblöndu eins og til dæmis B-100 frá NOW, sem inniheldur B-2, B-6, B-9 (fólat) og B-12 (cobalamin) og ætti því að geta dregið úr mígreniköstum.

Lengi hefur verið fjallað um C-vítamín og andoxunareiginleika þess. Það hefur sýnt sig að það dregur úr taugabólgum og mígreni. NOW framleiðir frábæra C-1000 vítamínblöndu með rósaberjum (Rose hips), en auk góðra áhrifa á ónæmiskerfið eru rósaberin talin draga úr einkennum liðagigtar og hafa létt vatnslosandi áhrif á líkamann og þar með draga úr bjúg. E-vítamín virkar líka vel með C-vítamíninu, en það er einnig talið gott fyrir húð, hár og hormónakerfi líkamans auk þess sem það eykur úthald og vöðvastyrk.

CoQ10 EYKUR ORKU FRUMNANNA
CoQ10, sem er stytting á Coenzyme Q10, er öflugt andoxunarefni sem stuðlar að orkuframleiðslu líkamans og betri hjartaheilsu. CoQ10 er að finna víða um líkamann, en mest af því er þó að finna í hjarta, lifur og nýrum, þótt framleiðsla líkamans á því minnki með aldrinum. CoQ10 er öflugt efni sem hreinsar upp frjálsar stakeindir (oxandi efni) bæði á frumuhimnunum svo og í æðunum.

Áralangar rannsóknir hafa sýnt jákvæð áhrif CoQ10 á hjarta- og æðakerfið. Það stuðlar líka að aukinni frumuorku, en þegar það skortir, verður taugakefið ofurnæmt og það getur leitt til mígrenis. Sjálf nota ég reglulega CoQ10 frá NOW og tek þá vanalega 3-4 mánaða kúr í einu.

Þegar lyf eins og höfuðverkjarlyf eru tekin í langan tíma í einu, leiða mörg þeirra til skorts á næringarefnum eins og C-vítamíni, CoQ10, fólínsýru og kalíum. Í heildrænum lækningum er litið svo á að sjaldan sé nauðsyn á langtímameðferð við höfuðverkjum, sé rannsakað fyrst hvaða næringaefni líkamann skortir og bætt úr þeim skorti.

SKORTUR Á RAKAKLEYFUM EFNUM
Skortur á rakakleyfum efnum eins og magnesíum og kalki getur leitt til vökvataps, lækkandi blóðþrýstings og mígrenis. Kalkið hefur herpandi áhrif á vöðva og taugar líkamans, en magnesíum hefur slakandi áhrif og er því mjög mikilvægt til að draga úr mígreni. Nægilegt magnesíum í líkamanum er líka talið draga úr mígreni vegna þeirra áhrifa sem það hefur á taugamóttaka og taugaboðefni líkamans.

Því getur góð magnesíum- og kalkblanda gert kraftaverk, enda segir Dr. Carolyn Dean, sem hefur rannsakað magnesíum og áhrif þess á líkamann í meira en 20 ár að það hafi áhrif á allt að 700 boðskipti í líkamanum. Eins og jafnan áður mæli ég með Magnesium & Calcium, Reverse ratio 2:1 blöndunni frá NOW, en í henni eru 800 mg af magnesíum, 400 mg af kalki, ásamt sinki og D-3. Sinkið auðveldar upptöku á magnesíumi og kalkið stuðlar að umbreytingu á D-3 í hormóna.


NÁTTÚRULEGAR LEIÐIR TIL AÐ DRAGA ÚR MÍGRENI HÖFUÐVERKJUM

  • Forðist glúten í fæðunni. Athugið að glúten er ekki bara að finna í hveiti, byggi og spelti, heldur einnig í fleiri korntegundum. Glúten er líka að finna sem íblöndunarefni í ótal matartegundum og tilbúnum réttum.
  • Forðist fæðu sem orsakar höfuðverki eins og súkkulaði, MSG (aukaefni í kryddi, kjötkrafti, sósum og öðru), koffín, áfengi, osta og aðrar mjólkurvörur, léttvín, unnið kjötálegg og gervisætu.
  • Látið mæla hvort ykkur vantar næringarefni (bætiefni) eins og B-2, B-6, B-9, B-12, C- eða E-vítamín, magnesíum, kalk eða CoQ10. Skorti eitthvað af þessum bætiefnum getur það valdið mígreniköstum.
  • Farið yfir lyfin ykkar því mörg lyf geta valdið bæti- og steinefnaskorti sem leiðir svo til mígrenis. Að auk eru í mörgum lyfjum fylliefni (einkum glúten, gervisæta, flúor og maísmjöl) sem geta verið orsök höfuðverkja.
  • Tryggið að umhverfi ykkar sé án myglu, því á heimili og vinnustöðum getur verið mygla, sem gefur frá sér sveppaeitur sem vitað er að orsakar höfuðverki. Ef það hefur orðið vatnsleki á heimilinu eða ef þið finnið myglulykt, látið þá kanna hvort um myglu sé að ræða, svo hægt sé að losna við hana sem fyrst.
  • Krónískar kinnholubólgur geta stafað af mjólkur- eða glútenóþoli og ættu því að hverfa ef þessar fæðutegundir eru fjarlægðar úr mataræðinu, en bólgur í kinnholum eru taldar geta hrint af stað mígrenikasti.
  • Forðist notkun á ilmvötnum, ilmkertum og ilmsápum, því mikið af lyktarefnum í þessum vörum getur hrint af stað mígrenikasti.
  • Leitið til kírópraktors því mígrenihöfuðverkir geta tengst rangri líkamsstöðu eða hryggvandamálum, sem yfirleitt er hægt að laga.

Ef ykkur fannst þessi grein áhugaverð, deilið henni þá endilega með öðrum.


Heimildir:
Neurological Dysfunction in Coeliac Disease and Non-Coeliac Gluten Sensitivity

Gluten and other migraine triggers

Vitamin Supplementation as Possible Prophylactic Treatment against Migraine with Aura and Menstrual Migraine

Benefits of Vitamn C and Rose hips

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira