c

Pistlar:

7. febrúar 2012 kl. 13:00

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Candida og kókosolía

kokosolia.jpgÉg hef í pistlum mínum fjallað um það hvaða áhrif kókosolía hefur á candida sveppasýkingu, en vil aðeins bæta um betur, þar sem ýmsir efast um virkni hennar.

Í því sambandi tel ég best að vísa til rannsóknar sem unnin var við Háskóla Íslands, þar sem rannasakað var hvaða áhrif fitusýrurnar caprylic, capric og lauric, sem allar eru í kókosolíunni hefðu á candida sveppasýkingu. Virt vísindarit víða um heim hafa birt niðurstöður rannsóknarinnar, en hún sýnir fram á að capric fitusýran var langöflugust í að drepa öll þau þrjú candida afbrigði sem prófuð voru, meðal annars candida albicans, sem er rótin á bak við candida sveppasýkingu í þörmum og oft í leggöngum og utan á kynfærum kvenna.
 
Þessi virku efni í kókosolíunni, þ.e. miðlungslöngu fitusýrurnar caprylic, capric og lauric, eru mjög virkar gegn ýmsum fleiri örverum, en þær drepa bakteríur, vírusa og sveppi með því að brjóta niður frumuveggi þeirra. Rannsóknir sýna að allar fitusýrur geta unnið að því að drepa candida sveppinn, en kókosolía er jafnvel talin betri og öflugri en lyfið fluconazone (Diflucan), þar sem candida sveppurinn virðist hafa myndað viðnám gegn þeim lyfjum sem á hann hafa verið notuð.

William Crook, M.D., höfundur bókarinnar The Yeast Connection, segir að margir læknar hafi náð góðum árangri í að meðhöndla sveppasýkingu með því að nota caprilic fitusýru. Hún virkar sérlega vel á þá sem ekki þola hefðbundin sveppalyf. Rannsóknir sýna jafnframt að þessar miðlugnslöngu (medium chain) fitusýrur efla efnaskipti líkamans, hækka líkamshitann og leiða til meiri orku, en allt þetta getur leitt til þess að fólk grennist. Að auki eru þessar fitusýrur með eiginleika sem draga úr líkum á æxlum og efla ónæmiskerfið.

Þriðja fitusýran, eða lauric fitusýran, virkar vel ef candida sýkingin er ekki orðin mjög mikil. Í raun ætti að kalla lauric fitusýruna eina af nauðsynlegu fitusýrunum, því hún er einungis framleidd af brjóstkirtlinum, ekki í lifrinni eins og aðrar mettaðar fitusýrur. Því er einungis hægt að fá hana eftir tveimur leiðum - í litlu magni af smjöri eða miklu magni af kókosolíu.

Heimildir:
  1. US National Library of Medicine - http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/17651080
  2. Tilvísun í rannsóknir Halldórs Þormars, Guðmundar Bergssonar, Jóhanns Arnfinnssonar og Ólafs Steingrímssonar við Háskóla Íslands á áhrifum capric fitusýru á candida albicans: http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC90807/ og http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/11600381
  3. Candida sveppasýking eftir Hallgrím Þ. Magnússon og Guðrúnu G. Bergmann
Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira