c

Pistlar:

9. október 2019 kl. 9:59

Gunna Stella (einfaldaralif.blog.is)

Ég tiplaði á tánum

Áður en ég hóf vegferð mína í átt að Einfaldara lífi gekk ég harkalega á vegg. Ég er ekki að tala um í orðsins fyllstu merkingu heldur gekk ég á vegg andlega. Ég hafði alla mína tíð verið snillingur í að greina hvernig fólki í kringum mig leið. Ég tiplaði á tánum í kringum fólk sem ég umgekkst og reynt að halda friðinn. Ég vissi alltaf hvernig aðrir í kringum mig höfðu það. Hvað það þurfti á að halda, hvað það vildi og svo mætti lengi telja. Í dag er þetta skilgreint sem meðvirkni. 

 

Í eftirfarandi texta sem er á heimasíðu Lausnarinnar, fjölskyldumiðstöðvar er að finna þessa lýsingu:

Meðvirkni er sjúkleiki sem tærir upp sál okkar. Hann hefur áhrif á allt okkar líf, fjölskyldur okkar, börn, vini, skyldmenni; fyrirtæki okkar og frama; heilsu og andlegan þroska.  Hann er hamlandi og ómeðhöndlaður hefur hann eyðileggjandi áhrif á okkur sjálf og aðra enn frekar. Mörg okkar enda í þeirri aðstöðu að þurfa að leita til annarra eftir hjálp.

 

Ég var komin á þann stað að ég þurfti að leita eftir hjálp. Ég man þennan dag eins og það hafi gerst í gær. Ég vaknaði upp um miðja nótt af vondum draumi.  Hjartað sló ört og ég vissi að það var eitthvað að. Þennan dag vissi ég að ég varð að takast á við meðvirknina í lífi mínu áður en þetta endaði illa. Ég varð að leggja ofurkonu búninginn minn til hliðar og vera bara ég, Gunna Stella. Ég varð að fá hjálp.

Í dag horfi ég ekki á þennan dag sem versta dag lífs míns heldur dag sem markaði nýja vegferð. Vegferð mína í átt að andlegu og líkamlegu heilbrigði. Þessi tæp 15 ár hef ég verið á magnaðri vegferð. Ég hef horfst í augu við ótta, lært að fyrirgefa, tekist á við kvíða, fundið gleðina, upplifað meira þakklæti, lært að lifa í núinu og orðið hamingjusamari en nokkru sinni fyrr. 

 

Þetta hefur ekki alltaf verið auðveld vegferð en þetta er vegferð sem hefur gert mig sterkari og hugarakkari. Á þessum 15 árum hef ég fengið að vinna með fjölda fólks sem var á sama stað og ég. Hjarta mitt fagnar og hjarta mitt gleðst í hvert skipti sem þessir einstaklingar hafa lagt grímurnar til hliðar, farið úr ofurhetju búningnum og fundið sjálfan sig. 

 

Á námskeiðinu Ofurmamma? Sem hefst 27. október næstkomandi ætla ég að fjalla um þau verkfæri sem ég hef nýtt mér á vegferð minni í átt að andlegu og líkamlegu heilbrigði. Þetta netnámskeið er átta vikur og samanstendur af kennslum, vinnubók, lokuðu stuðningssamfélagi á Facebook, “live” kennslum o.fl. 

 

Ef þú ert á þeim stað að þú vilt finna sjálfa þig aftur þá hvet ég þig til að vera með! Taktu þennan síðasta hluta ársins í þínar hendur og vertu á betri stað með líf þitt í lok þessa árs en nokkru sinni fyrr. 

Ef þú vilt byrja strax. Þá hvet ég þig til þess að hlaða niður þessi ókeypis skjali sem inniheldur sjö einföld skref sem þú getur tekið til þess að í átt að betra líðan andlega og líkamlega. 

 

Kærleikskveðja, 

Gunna Stella 

Gunna Stella

Gunna Stella

Gunna Stella starfar sem Heilsumarkþjálfi, kennari og fyrirlesari. Hún er fjögurra barna móðir og eiginkona sem er búsett á Selfossi.  Gunna Stella sérhæfir sig í því að hjálpa einstaklingum  að minnka hraðann, njóta lífsins og finna leiðir til þess að einfalda lífið, heilsuna og heimilið. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, lestur, gæðastundir með vinum og fjölskyldu og góður nærandi matur. Nánari upplýsingar má finna á www.einfaldaralif.is og á Instagram:gunnastella

 

Meira