c

Pistlar:

14. mars 2018 kl. 9:06

Anna Eiríksdóttir (annaeiriks.blog.is)

Stinnur og sterkur líkami

Það eru ótal ávinningar af því að gera styrktaræfingar en má þar nefna t.d aukinn efnaskiptahraða, bætta líkamsstöðu, aukna orku, minni vöðvarýrnun, minni meiðslahættu, minni líkur á beinþynningu og lengi mætti telja. Í þessu myndbandi sýni ég fimm góðar æfingar sem styrkja allan líkamann en frábært er að gera tuttugu endurtekningar af hverri æfingu, þrjár til fjórar umferðir. Það er í góðu lagi að byrja á því að gera æfingarnar bara eina umferð fyrst um sinn og auka svo álagið jafnt og þétt með tímanum og vinna sig upp í allavega þrjár umferðir.

 
 
Fyrir þá sem eru að að stíga sín fyrstu skref í líkamsræktinni þá mæli ég með sex vikna æfingaplaninu mínu, Í form með Önnu Eiríks sem má finna HÉR en það mun hjálpa ykkur að komast vel af stað og í betra form. Gangi ykkur vel!
Anna Eiríksdóttir

Anna Eiríksdóttir

Deildarstjóri í Hreyfingu. Íþróttakennari, einkaþjálfari og eigandi annaeiriks.is sem er vefur fyrir konur sem býður uppá metnaðarfulla fjarþjálfun, uppskriftir, blogg o.fl. Meira