Heimilislíf: „Hér slær hjartað“

Brynhildur Guðjónsdóttir býr í sögufrægri íbúð í vesturbæ Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni. Brynhildur er gestur í nýrri seríu af þáttunum Heimilislífi. Kvikmyndin 79 af stöðinni var tekin upp í íbúðinni en þar voru Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson í aðalhlutverkum. Myndin var frumsýnd 1962. 

Heima hjá Brynhildi er hugsað út í hvert smáatriði. Listaverk eftir íslenska samtímamenn eru áberandi í íbúðinni og töluverð litagleði ríkir þótt tónarnir séu mildir og fallegir. 

Brynhildur vinnur mikið heima hjá sér, situr eða stendur við stofugluggann, þegar hún lærir handrit utanbókar. Hún lifir annasömu lífi og þess vegna leggur hún mikið upp úr því að heimilið sé skjól frá skarkala lífsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál