Marmari og stórir gluggar við Móaflöt í Garðabæ

Eldhúsið í húsinu er einstaklega smekklega innréttað með ljósri innréttingu …
Eldhúsið í húsinu er einstaklega smekklega innréttað með ljósri innréttingu og marmaraborðplötu. Ljósmynd/Samsett

Við Móaflöt í Garðabæ er að finna eigulegt raðhús sem hugsað hefur verið vel um. Húsið er 178 fm að stærð og var byggt 1967. Húsið er á einni hæð á eftirsóttum stað og er vel skipulagt. 

Eldhúsið er einstaklega fallegt en þar er grá sprautulökkuð innrétting í forgrunni. Innréttingin er með fulningum og höldum úr stáli. Það er marmari á borðplötunum sem rammar inn eldhúsið. Dökkar þykkar rimlagardínur eru í eldhúsinu og eru glerskápar notaðir til þess að búa til stemningu á veggjum í eldhúsinu. Risastór gaseldavél nýtur sín vel í eldhúsinu en fyrir ofan hana er stór háfur sem kemur vel út. Eyjan í eldhúsinu er ferköntuð og svo stór að hægt er að sitja við hana í fjórum stólum. 

Í húsinu eru stórir gluggar í stofunni sem hleypa mikilli birtu inn. Fyrir gluggana eru þunnar ljósar gardínur með höráferð. Stór bastmotta er á gólfinu í stofunni sem fer vel við hvítan leðursófa og tvo staka stóla með gæruskinni á. 

Heildarmyndin á heimilinu er falleg eins og sjá má á fasteignavef mbl.is. 

Af fasteignavef mbl.is: Móaflöt 19

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál