Margrét og Jón Gunnar flytja úr Sörlaskjólinu

Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður á Bylgjunni og Jón Gunnar Þórðarson …
Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður á Bylgjunni og Jón Gunnar Þórðarson framkvæmdastjóri Mussila.

Jón Gunnar Þórðarson framkvæmdastjóri Mussila og unnusta hans, Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður á Bylgjunni, hafa sett sína heillandi útsýnisíbúð á sölu. Um er að ræða 115 fm íbúð sem er á efstu hæð í húsi sem byggt var 1949. 

Húsið var teiknað af arkitektunum Gísla Halldórssyni, Sigvalda Thordarsyni og Kjartani Sigurðssyni. Stórbrotið útsýni er úr stofu út á haf, Bessastaði, Reykjanesið og Keili. Úr eldhúsinu blasir Esjan við. 

Heimili Jóns Gunnars og Margrétar er bjart og heillandi. Ljós húsgögn fara vel við ljósa liti og það ríkir ákveðið zen í íbúðinni sem skilar sér ágætlega á myndum. Það er ekki amalegt að sitja í stofunni og horfa út og á haf og láta sig dreyma. 

Af fasteignavef mbl.is: Sörlaskjól 64

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál