Skúli og Gríma opna dyrnar í Hvammsvík

Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen búa í Hvammsvík.
Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen búa í Hvammsvík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Athafnamaðurinn Skúli Mogensen og innanhússhönnuðurinn Gríma Björg Thorarensen opna dyrnar að heimili sínu í nýjasta tölublaði af Húsum og híbýlum. Parið er búsett í Hvalfirði þar sem þau eru að byggja upp ferðaþjónustu og er eitt af húsunum á svæðinu á forsíðu blaðsins. 

Skúli og Gríma eru skráð til heimilis í Hvammsvík ásamt syni sínum Jaka en þau eiga von á öðru barni sínu saman í haust. Blár litur er í aðalhlutverki í húsinu sem Skúli og Gríma halda til í og eldhúsinnréttingin sömuleiðis blá undir breskum áhrifum. Eggið úr leðri eftir Arne Jacobsen er mikið stofustáss. 

Skúli eignaðist jörðina árið 2011. ViðskiptaMogginn greindi frá því í vetur að fjölskyldan hefði hafið uppbyggingu sjóbaða við Hvammsvík. Þá eru hugmyndir um listsýningar þar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál