Seldu loks húsið á 30% afslætti

Chrissy Teigen og John Legend seldu húsið á 30% afslætti.
Chrissy Teigen og John Legend seldu húsið á 30% afslætti. AFP

Fyrirsætan Chrissy Teigen og tónlistarmaðurinn John Legend hafa loks selt heimili sitt í Beverly Hills í Bandaríkjunum. Salan á húsinu hefur gengið illa og hvert áfallið á fætur öðru dunið á fjölskyldunni. Þau seldu loks húsið á 17,7 milljónir bandaríkjadala, 6,3 milljónum ódýrara en upphaflega stóð til. 

Teigen og Legend settu húsið fyrst á sölu í ágúst 2020. Ásett verð var 24 milljónir. Þau fengu fljótlega gott tilboð í húsið og var það þá tekið úr sölu á meðan gengið var frá samningum. Samningar náðust hins vegar ekki og húsið fór aftur á sölu. 

Húsið settu þau á sölu til þess að kaupa sér nýtt hús fyrir stækkandi fjölskyldu. Þau greindu frá því síðastliðið sumar að þriðja barnið væri á leiðinni. Þau misstu barnið í október, stuttu áður en þau fluttu inn í nýtt hús. 

Þegar húsið fór aftur á fasteignasölu var verðmiðinn lægri, 22,5 milljónir bandaríkjadala, en enginn kaupandi fannst. 

Teigen hefur ekki siglt lygnan sæ undanfarna mánuði en henni hefur verið slaufað oftar en einu sinni vegna ummæla sinna á netinu. Þá hefur hún neyðst til að biðjast afsökunar á gjörðum sínum og tekið sér samfélagsmiðlapásu í kjölfarið.

Í sumar seldist húsið svo loksins eftir að hafa verið á sölu í tæpt ár. Það er tæpir 800 fermetrar að stærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál