Óreiðan kom ekki í veg fyrir að húsið seldist

Gleymdist að taka til?
Gleymdist að taka til?

Í tilefni af 10 ára afmæli Smartlands er vert að rifja upp gamlar fréttir. Árið 2013, þegar Smartland var tveggja ára, birtist frétt á vefnum um að steinhús nokkurt við Holtsgötu væri auglýst til sölu.

Það sem vakti athygli var að á myndunum af húsinu var mikil óreiða. Þar mátti sjá til dæmis þvottasnúru inni í stofu, bjórdós á borðstofuborði en þar var líka vínflaska og notaðir matardiskar sem átti eftir að vaska upp. 

Fyrirsögnin á fréttinni á húsinu var: Datt engum í hug að taka til? Fréttin vakti athygli og er ein mest lesna frétt þess árs og þarf kannski engan að undra því það er frumlegt að auglýsa fasteign til sölu með þessum hætti. Þess má geta að óreiðan kom ekki í veg fyrir að húsið seldist. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál