Ekki gera þessi hönnunarmistök á nýja heimilinu

Gott er að ákveða strax hvaða hluti rýmisins á að …
Gott er að ákveða strax hvaða hluti rýmisins á að vera áherslupunktur. Ljósmynd/Unsplash/Yann Maignan

Þegar kemur að því að skapa fallegt heimili eru margir litlir hlutir sem geta farið úrskeiðis og margt sem þarf að ganga upp til að rétta andrúmsloftið fæðist. Það er gott að vita hverju þú átt að hafa augun opin fyrir og hvað er ekki gott að gera.

Að vera ekki með plan

Lykillinn að því að skapa rétta andrúmsloftið á heimilinu er að gera það skipulega og vera með plan. Það að breyta með enga hugmynd um hvernig þú vilt að lokaútkoman sé er eins og að sleppa því að kíkja á kort áður en þú leggur af stað til staðar sem þú hefur aldrei komið á áður. 

Þú þarft ekki að teikna upp gullfallegar teikningar með hinni fullkomnu lokaútkomu. Bara vera með plan og góða hugmynd um hvað þú vilt skapa.

Hafa ekki ákveðinn áherslupunkt

Vel hannað herbergi byrjar með áherslupunkti. Það hjálpar þér að vita hvernig þú vilt hanna herbergið og hvað á að vera í forgrunni. Fallegur arinn, stórir gluggar eða borðstofuborð eru hinir fullkomnu áherslupunktar. Stór falleg málverk geta líka verið það og í svefnherberginu gæti það verið rúmið. 

Ljósmynd/Taylor Simpson

Finnast allt þurfa að vera í stíl

Heimilið á að endurspegla þig. Ef þú ert tipp-topp manneskja máttu að sjálfsögðu hafa allt í stíl. En fæstir eru þannig og því best að gefa sér rými til að setja sinn svip á rýmið.

Vera með draslið sýnilegt

Sýnilegt drasl á heimilinu lætur rýmið líta út fyrir að vera draslaralegra en það er. Marie Kondo-aðu heimilið eða troddu draslinu ofan í skúffu. Það er betra fyrir andlegu heilsuna og útlit rýmisins. Ef þú ætlar að hafa drasl reyndu þá að hafa það skipulagt. 

Geyma erfðagripi sem þér finnst ljótir

Erfðagripir geta verið gullfallegir og sett puntkinn yfir i-ið í innanhússhönnun. En ef þú erfðir forljótan vasa eftir langömmu þína og vilt ekki hafa hann í stofunni, slepptu því þá. Ef erfðagripir hafa mikið tilfinningalegt gildi er allt í lagi að geyma þá í geymslunni í einhvern tíma, því eins og við vitum fer tískan í hringi. Forljóti vasinn frá langömmu gæti komist aftur í tísku eftir 10 ár.

Ljósmynd/Unsplash/Siyan Peng
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál