Hannaði 800 fm höll í Katar

Katty Schiebeck er ung að árum en hefur hannað 800 …
Katty Schiebeck er ung að árum en hefur hannað 800 fm höll í Katar. mbl.is/www.kattyschiebeck.com

Það dreymir eflaust marga þessa dagana að búa í stóru húsi með sundlaug og öðru fíneríi.  Innanhúshönnuðurinn Katty Schiebeck, sem fædd er í Belgíu en er búsett í Barcelona um þessar mundir, fékk einmitt það spennandi verkefni að hanna 800 fermetra höll í Katar sem ratað hefur í tímarit víða um veröldina. 

Schiebeck er ung að aldri en hefur vakið athygli fyrir verkefnin sín. Enda virðist hún einstaklega klár í að hanna heimili víðsvegar um heiminn sem eru með evrópsku einföldu yfirbragði en einnig með sterka tilvísun í umhverfið í kringum sig. Samanber höllina í Katar sem minnir á eyðimörkina í Doha sem er einstaklega fallegur og hlýlegur staður. 

Í höllinni ákvað hún að blanda ólíkum ljósum tónum saman. Hún hefur einföld húsgögn og tilkomumikil gólfefni. Litlir hlutir taka ekkert pláss og á hver hlutur sinn stað þó hönnun og glæsilegt yfirbragð sé það sem fólk virðist fyrst taka eftir. 

Höllin er draumi líkust. 

Sundlaugin í höllinni er einstök.
Sundlaugin í höllinni er einstök. mbl.is/www.kattyschiebeck.com
Þrátt fyrir einfalda hönnun og ljósa liti er aðalherbergi hallarinnar …
Þrátt fyrir einfalda hönnun og ljósa liti er aðalherbergi hallarinnar afar hlýlegt. mbl.is/www.kattyschiebeck.com
Það er vel um húsgögnin. Eins og sjá má er …
Það er vel um húsgögnin. Eins og sjá má er enginn staður fyrir smáhluti, nema hyrslur. mbl.is/www.kattyschiebeck.com
Hér má sjá hvernig rúmið og rúmgaflinn eru listaverk herbergisins.
Hér má sjá hvernig rúmið og rúmgaflinn eru listaverk herbergisins. mbl.is/www.kattyschiebeck.com
Stigarnir í höllinni eru eins og listaverk.
Stigarnir í höllinni eru eins og listaverk. mbl.is/www.kattyschiebeck.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál