Tóku frumskógarþemað alla leið

Cara og Poppy Delevingne búa í fallegu húsi í Los …
Cara og Poppy Delevingne búa í fallegu húsi í Los Angeles. skjáskot/Youtube

Besku systurnar Cara og Poppy Delevingne eru heimsfrægar fyrir fyrirsætustörf sín. Þrátt fyrir að eiga nóg af peningum og vera orðnar 26 og 33 ára ákváðu þær að búa saman í Los Angeles. Hönnunartímaritið Architectural Digest heimsótti systurnar.

Heimili systranna í Los Angeles er ævintýri líkast en þær fengu arkitektinn Nicolò Bini til þess að taka húsið í gegn með sér. Í myndbandi sem birtist með greininni segja þær að þemað sé frumskógur og það fer ekki á milli mála. Grænir litir, bambus og plöntur hafur verið vinsælt í innanhúshönnun undanfarin misseri og hér er þessi tíska tekin alla leið.  

Grænir veggir, veggfóður með laufblöðum, græn húsgögn, grænar flísar og grænar plöntur gera mikið fyrir frumskógarþemað. Basthúsgögn eru áberandi og í gestaherberginu eru kojur úr bambus þannig að gestum líður líklega eins í safarí-ferð en ekki í heimsókn hjá fyrirsætum í Los Angeles þegar þeir gista. 

Sjón er sögu ríkari og mælir Smartland með því að horfa á myndbandið hér fyrir neðan og kíkja þannig í heimsókn til systranna. 




View this post on Instagram

Much like the sisters themselves, @poppydelevingne and @caradelevingne’s intoxicating California home offers an object lesson in idiosyncratic personal style leavened with sauciness and humor. “L.A. can be a lonely place. You really have to make an effort to reach out to people. Since one of us was always coming here for one reason or another, being with family just made sense,” Cara says of the unconventional sororal living situation. “This was the chance to build our dream sister house. Miraculously, we’re still talking,” Poppy adds. The setting for the sisters’ family frolic is a gracious but unpretentious 1950s dwelling, centrally located yet discreetly tucked away on a quiet street. “I wanted to create a true L.A. moment for them, with nods to California midcentury modern, Laurel Canyon bohemia, Beverly Hills swank, surfing culture, and a little Mexico,” says architect @nicologbini of L.A.–based Line Architecture who worked closely with the sisters to bring their fantasy to life. To see the rest of the home, visit the link in our profile. Photo by @trevortondro; text by @mayer.rus; styled by @lawrenhowell

A post shared by Architectural Digest (@archdigest) on Aug 9, 2019 at 10:29am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál