Langdýrustu blokkaríbúðirnar

Útsýnið er fallegt úr blokkinni við Tryggvagötu 13.
Útsýnið er fallegt úr blokkinni við Tryggvagötu 13. Af Fasteignavef Mbl.is

Það er af sem áður var að dýrustu eignirnar séu stór og mikil einbýlishús með tvöföldum bílskúr og heitum potti. Það er auðveldlega hægt að finna blokkaríbúðir á vel yfir 100 milljónir á fasteignamarkaðnum í dag ef fasteignavefur Mbl.is er skoðaður. 

Smartland tók saman dýrustu blokkaríbúðirnar í dag. Þær eiga það sameiginlegt að vera í nýbyggingum og vera stórar og veglegar. Svefnherbergin eru ekki endilega mörg miðað við fermetrafjöldann en algengt er að íbúðirnar séu með að minnsta kosti eina svítu, það er svefnherbergi með sér baðherbergi og sér fataherbergi. 

195 milljónir 

Í nýbyggingu við Bríetartún 9 má enn finna óseldar íbúðir en dýrasta íbúðin í húsinu kostar 195 milljónir. Íbúðin er 276,9 fermetrar með fimm svefnherbergjum, þar af eru tvær svítur.

Það má finna fleiri blokkaríbúðir í Bríetartúni 9-11 sem kosta á bilinu 186 til 195 milljónir. 

Íbúðir í Bríetartúni 9 - 11 eru ekki ódýrar.
Íbúðir í Bríetartúni 9 - 11 eru ekki ódýrar. Af fasteignavef Mbl.is

135 milljónir

Við Hverfisgötu 96 í Reykjavík er að finna blokkaríbúð á 135 milljónir. Íbúðin er 186,2 fermetrar og með rúmlega 30 fermetra þaksvölum, þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni.  

Myndin sýnir tegund innréttinga í útsýnisíbúðinni á Hverfisgötu.
Myndin sýnir tegund innréttinga í útsýnisíbúðinni á Hverfisgötu. Af fasteignavef Mbl.is

134 milljónir 

Við Naustavör 26 í Kópavogi stendur ný blokk. Þar má meðal annars finna íbúð sem kostar 134 milljónir. Íbúðin er 218,8 fermetrar og er með fjórum svefnherbergjum á 2. hæð. 

Naustavör 26.
Naustavör 26. Af fasteignavef Mbl.is

129 milljónir

Á fimmtu hæð við Tryggvagötu 13 er falleg blokkaríbúð á sölu. Íbúðin kostar 129 milljónir og er 164,9 fermetrar. Aðeins eru tvö svefnherbergi en þeim fylgja þó sér baðherbergi og fataherbergi. Í blokkinni við Tryggvagötu 13 eru fleiri íbúðir á sölu.  

Tryggvagata 13.
Tryggvagata 13. Af fasteignavef Mbl.is

129 milljónir

Á Vatnsstíg 20-22 er 183 fermetra íbúð til sölu á 4. hæð með 50 fermetra þaksvölum. Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni en húsið var byggt árið 2015. Einnig má finna 173 fermetra íbúð í sama húsi á 5. hæð á sama verði

Það er fallegt um að litast á 4. hæð á …
Það er fallegt um að litast á 4. hæð á Vatnsstígnum. Af fasteignavef Mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál