Framúrskarandi heimili við sjóinn

Í Kársnesinu í Kópavogi er að rísa splunkunýtt hverfi sem býr yfir miklum sjarma. Byggðin er við sjóinn sem þýðir fallegt útsýni og friðsæld og nálægð við stórbrotna náttúru. Við Hafnarbraut 9 stendur ákaflega falleg íbúð sem búið er að innrétta á smekklegan hátt.  

Eldhúsið er opið inn í stofu og er með fallegri innréttingu sem býr yfir öllum nútímaþægindum. Hún er til dæmis með innbyggðum ísskáp og innbyggðir uppþvottavél. Í eldhúsinu er eyja sem skapar góða stemningu. Innréttingin kemur frá HTH og með fallegri ljósri steinborðplötu. Eldhúsið er mjög smart og býður upp á mikla möguleika. Úr eldhúsinu er útgengi út á svalir. 

Baðherbergið er vel skipulagt og heillandi. Það er flísalagt í hólf og gólf og er gólfhiti á baðherberginu og fallegur handklæðaofn. Þar er líka upphengt salerni og innrétting frá HTH með góðu skápaplássi. 

Eins og sést á myndunum er gott skipulag á íbúðinni, hún er björt og öll heildarmynd framúrskarandi. 

HÉR er hægt að skoða íbúðina nánar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál