Sjö glötuð hönnunarmistök í eldhúsinu

Flísarnar ættu að ná upp í loft.
Flísarnar ættu að ná upp í loft. mbl.is/Thinkstockphotos

Það skiptir máli að innrétta eldhúsið fallega enda eyðir fólk oftast miklum tíma þar og eldhúsið gjarnan nefnt hjarta heimilisins. Það þarf ekki að að vera flókið að breyta eldhúsi hvort sem galdurinn er málning eða lampi en fólk ætti að minnsta kosti að forðast að gera nokkur mistök sem koma fram á vef Mydomaine

Hugsa um eldhúsið á annan hátt en önnur rými

Það er auðvelt að fylla eldhúsið af tækjum og tólum. Það ætti þó ekki að koma í veg fyrir að fólk hugsi um að gera eldhúsið fallegt og notalegt eins og önnur rými. Þetta er hægt að gera með því að hengja upp myndir eða koma fyrir notalegri mottu. 

Hafa eldhúsið í öðrum stíl en húsið

Það getur verið skrítið þegar glansandi nýju og nútímalegu eldhúsi er komið fyrir í gömlu húsi. Þrátt fyrir að innréttingin þurfi ekki líka að vera gömul er hægt að koma fyrir hlutum sem passa vel við arkitektúr hússins. Fólk getur til dæmis skipt um höldur eða bara komið fyrir smáhlutum í samræmi við stíl hússins. 

Flísaleggja ekki upp í loft

Það er snyrtilegt að flísaleggja veggi í eldhúsinu enda auðvelt að þrífa flísar. Oft ná flísar bara upp hálfan vegginn en oftast kemur það betur út ef flísarnar ná upp í loft. 

Stíllinn í eldhúsinu ætti að passa við arkitektúr hússins.
Stíllinn í eldhúsinu ætti að passa við arkitektúr hússins. mbl.is/Thinkstockphotos

Hafa ekki pláss fyrir fólk

Það ætti að vera pláss fyrir fólk að koma saman inni í eldhúsi. Þrátt fyrir að það sé ekki endilega pláss fyrir alla fjölskylduna til þess að sitja til borðs ætti að vera pláss fyrir fólk til þess að fylgjast með eldamennskunni. 

Sleppa því að hugsa um notagildi fyrst

Þrátt fyrir að stíllinn skipti máli þarf auðvitað að vera hægt að sinna eldamennskunni og vera pláss fyrir allt sem því fylgir. 

Ekki nógu góð lýsing

Lýsing skiptir öllu máli í eldhúsinu. Gott er að hafa ljós sem veita mjög góða birtu en svo skemmir það ekki fyrir að hafa eitthvað notalegra ljós líka, glær sería getur til dæmis verið málið. 

Hafa ekki það nauðsynlegasta við höndina

Olía og salt er eitthvað sem flestir nota á hverjum degi. Það er því gott að hafa þessa hluti við höndina. Það er að minnsta kosti ekki sniðugt þegar fólk hverfur nánast inn í skáp til að leita að olíunni. Einnig getur verið sniðugt að hafa sleif eða spaða við höndina svo það þurfi ekki að taka allt upp úr skúffunni áður en sleifin finnst. 

Plöntur geta gert eldhúsið notalegra.
Plöntur geta gert eldhúsið notalegra. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál