Það er sál í hverju húsi

Inga Bryndís Jónsdóttir eigandi Magnolia býr vel við Bergstaðastræti.
Inga Bryndís Jónsdóttir eigandi Magnolia býr vel við Bergstaðastræti. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Inga Bryndís Jónsdóttir djákni rekur verslunina Magnólíu á Skólavörðustíg ásamt Kristínu Sigurðardóttur. Hún býr í fallegu húsi í Þingholtunum ásamt eiginmanni sínum Birgi Erni Arnarsyni og syni, Jónatan Birgissyni.

Húsið í Þingholtunum er það sjöunda sem hjónin gera upp saman. Það er á þremur hæðum, með lítilli íbúð á jarðhæðinni, stofu, borðstofu og eldhúsi á miðhæðinni og herbergjum á annarri hæð.

„Ég hef alltaf haft áhuga á húsum og hönnun þeirra. Ég man eftir að hafa átt mér draumahús sem barn. Þessi áhugi á húsum og hönnun er svo sterkur í mér. Eins hef ég mikinn áhuga á að gera upp hús sem eru í niðurníðslu. Það kemur auðveldlega til mín hvernig húsin eiga að vera til að þau njóti sín í dag.“

Inga Bryndís segir að áhugi foreldranna hafi án efa áhrif á börn þeirra. „Bryndís Stella dóttir okkar er í arkitektanámi í Flórens um þessar mundir. Jónatan er einnig fagurkeri, en hann leggur stund á viðskiptafræði.“

mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Hvernig nýtist djáknanámið við endurgerð húsa?

„Mér finnst það nýtast þannig að ég er næmari fyrir því sem er að finna í húsinu. Húsið ræður endurgerðinni hverju sinni. Ég reyni að tengjast sálinni í hverju húsi, leitast við að kynna mér sögu þess og hvaða hugmyndir arkitektinn var með í upphafi þegar húsið var byggt. Eins nýtist námið í versluninni minni. Hver hlutur sem við bjóðum upp á er með sína sál og sögu. Ég mæti öllum þar sem þeir eru þegar þeir koma inn í verslunina. Sumir eru að leita að jafnvægi í lífinu í gegnum hluti. Aðrir að leita eftir því að poppa aðeins upp hlutina. Þessi sál kemur í gegnum liti, áferð og lögun. Einnig í gegnum söguna á bak við hlutinn og hvar þeir voru gerðir hverju sinni. Handverk og vinnan sem er sett í hlutina skiptir svo miklu máli að mínu mati. Ég er hrifin af því sem ég finn í Frakklandi, á Ítalíu og í London svo dæmi séu tekin.“

Arinninn í uppáhaldi

Hverjir eru uppáhaldshlutirnir á heimilinu?

„Arinninn er í uppáhaldi og gefur orku og yl eftir annasama daga.“

Hver einasti hlutur inni í húsinu hjá Ingu Bryndísi er einstakur. Á annarri hæð hússins er baðherbergi inn af svefnherbergi. Þar er undurfagur spegill og blöndunartæki sem eru öðruvísi en það sem áður hefur sést hér á landi.

„Spegillinn á sér sögu og kemur frá Austurlöndum fjær. Blöndunartækin eru bresk. Þau eru handsmíðuð í London og við hjá Magnólíu erum umboðsaðilar fyrir þau. Þess má geta að þetta er eitt elsta og virtasta fyrirtækið í Bretlandi í þessum geira. Þetta er tímalaus hönnun með sál. Það eru afar fá fyrirtæki sem hafa handverkið að leiðarljósi líkt og þeir og það kunnum við að meta.“

Flísarnar á gólfinu setja svip sinn á rýmið.
Flísarnar á gólfinu setja svip sinn á rýmið. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Heimilið er heilagt athvarf

Hvar kjarnar þú þig?

„Fyrir utan heimilið, sem í mínum huga er heilagt athvarf, þá stunda ég sjóböð, göngutúra og baka af hjartans lyst.“

Hvernig eru dæmigerðar helgar í fjölskyldunni?

„Við nýtum helgarnar til að byggja okkur upp fyrir komandi viku. Förum í ræktina, í sund, á kaffihús, horfum á bíómyndir. Eins þykir okkur gaman að hitta vini um helgar og vera með fjölskyldunni. Við höfum gaman af því að halda matarboð og upplifa gleði með þeim sem eru okkur kærir.“

Hvað er gert á kvöldin þegar maturinn er undirbúinn?

„Við hlustum á tónlist, kveikjum á kertum og kveikjum upp í arninum. Með því sköpum við notalega stemningu og svífum ljúflega inn í kvöldið.“

Hvers getur þú ekki verið án heima?

„Ég legg mikið upp úr ferskum blómum og kertum, það er grunnurinn.“

mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Byrjuð að undirbúa jólin

Inga Bryndís er mikið jólabarn að eigin sögn og því ekki að undra að hún er byrjuð að skipuleggja jólin í Magnólíu. ,,Í ár verður „Out of Africa“-þema. Ég er svo mikið jólabarn og vil gefa jólunum góðan undirbúning. Eins finnst mér svo mikilvægt að njóta aðventunnar með börnunum og fjölskyldunni. Þess vegna leitast ég við að skreyta snemma. Ég er kannski ekki með mikið skraut, en ég legg hugsun og vinnu í það sem ég geri fyrir jólin. Hlýleg stemning á aðventunni skapar minningar sem lifa inn í framtíðina.“

Hvernig lýsir þú þessu þema?

„Það er góð spurning. „Out of Africa“ tengist í rauninni art deco-tímabilinu. Þar koma þessi áhrif frá grímunum, formunum, litunum, ilminum og sögunni í Afríku. Það eru þessir töfrar; sandurinn, myrkrið, dýrin, þessi villta náttúra sem hefur svo ótrúlega mikla fegurð. Þannig eru kransarnir og hjörtun okkar hrá eins og náttúran. Engir tveir hlutir eru eins heldur fær handverkið að njóta sín. Áferðin verður innblásin frá þessu tímabili.“

Inga Bryndís leggur áherslu á að við hönnun og stíl á húsum sé ekkert eitt rétt eða fullkomið. „Allt það sem sprettur frá hjartanu, í hvaða formi sem er, mun ávallt skila sér.“

mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Röndótti sófinn hressir upp á stofuna.
Röndótti sófinn hressir upp á stofuna. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Inga Bryndís er mjög góð í að raða upp fallegum …
Inga Bryndís er mjög góð í að raða upp fallegum hlutum. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Glerskápurinn í stofunni rúmar fallega hluti.
Glerskápurinn í stofunni rúmar fallega hluti. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál