Vel skipulögð fjölskylduíbúð við Húsalind

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Litagleði og gott skipulag einkennir þessa dásamlegu fjölskyldubúð í Kópavogi. Mikið er lagt í barnaherbergin og er mikið af góðum sniðugum lausnum á heimilinu. 

Íbúðin sjálf er 102 fm að stærð og er á neðri hæð í húsi sem byggt var 1998. Eldhúsið er opið inn í stofu og þaðan er hægt að labba út á skjólgóðan pall. Eikarinnréttingar eru í íbúðinni og eikarparket er á gólfum. 

Það sem er heillandi við þessa íbúð er hvað hún er vel skipulögð og hver fm nýttur til fulls. Í holinu er til dæmis góð vinnuaðstaða og svo er sjónvarpið á snúningsgræju þannig að hægt er að horfa á það úr mörgum áttum. 

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Barnaherbergin eru litrík og þar má finna góðar lausnir. Í stelpuherberginu eru Ivar-hillur úr IKEA sem búið er að mála í gráum og bleikum litum. Þessar hillur hafa verið til um margra ára skeið en eru mikið notaðar í dag enda eru möguleikar þeirra óþrjótandi. Og svo eru Ivar-hillur líka á sanngjörnu verði. Takið eftir að grái veggurinn er málaður í sama lit og hillustoðirnar sjálfar. Það kemur alltaf vel út. 

Af fasteignavef mbl.is: Húsalind 7

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál