Franskur barokk-stíll vinsæll

Svart eldhús fyllt með koparpottum hefur verið vinsælt að undanförnu. …
Svart eldhús fyllt með koparpottum hefur verið vinsælt að undanförnu. Hér má sjá eldhúsið í Vaux le Vicomte. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Ein frægasta húseign í heiminum er án efa franski kastalinn Vaux le Vicomte. Mörg húsnæði víða um Evrópu og í Bandaríkjunum hafa verið útfærð eftir smáatriðum sem finna má í kastalanum. Eitt dýrasta húsið í Los Angeles, Fleur de Lys Mansion, er gert í anda kastalans franska svo eitthvað sé nefnt. Vaux le Vicomte er staðsettur í Maincy í norðurhluta Frakklands 55 km suðaustur af París. Barokk er stefna sem einkenndist af miklu skrauti, en einfaldari útfærsla á barokk-stílnum hefur verið vinsæl undanfarið.

Kastalinn var byggður 1658 og tók hann þrjú ár í byggingu. Húsið er opið almenningi og er húsnæðið mikið notað undir myndatökur, fyrir brúðkaup og fleira.

Eftirfarandi hugmyndir eru vinsælar og eiga uppruna sinn í barokk-tíma og húsinu. Það sem einkennir meðal annars stílinn eru svart/hvítar flísar. Loftin eru notuð fyrir m.a. list. Listaverk eru sett í gyllta ramma og stillt þétt upp á stöðum þar sem listaverkin eiga að vera. Húsgögn eru höfð á miðju gólfi en ekki upp við vegg. Eldhúsið er svart með koparpottum. Samspil ljósra, grárra, blárra og bleikra lita eru einnig einkennandi fyrir húsið. 

Vaux le Vicomte er glæsilegur kastali.
Vaux le Vicomte er glæsilegur kastali. Ljósmynd/skjáskot Instagram
Samspil litanna í Vaux le Vicomte vekur athygli.
Samspil litanna í Vaux le Vicomte vekur athygli. Ljósmynd/skjáskot Instagram
Flísarnar á gólfum Vaux le Vicomte hafa verið vinsælar víða …
Flísarnar á gólfum Vaux le Vicomte hafa verið vinsælar víða um heiminn að undanförnu. Eins er marmari vinsæll um þessar mundir. Mikið er um marmara í kastalanum. Ljósmynd/skjaskot Instagram
Listaverkasalurinn í Vaux le Vicomte.
Listaverkasalurinn í Vaux le Vicomte. Ljósmynd/skjáskot Instagram
Samspil listaverka og lita er fallegt í kastalanum.
Samspil listaverka og lita er fallegt í kastalanum. Ljósmynd/skjáskot Instagram
Ljósar flísar og mikið handverk er einkennandi fyrir kastalann.
Ljósar flísar og mikið handverk er einkennandi fyrir kastalann. Ljósmynd/skjáskot Instagram
Frönsku stólarnir í Vaux le Vicomte voru notaðir m.a. af …
Frönsku stólarnir í Vaux le Vicomte voru notaðir m.a. af Coco Chanel á sínum tíma í hennar verslun. Ljósmynd/skjáskot Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál