Herdís og Sævar keyptu villu í Garðabæ

Herdís Dröfn Fjeldsted.
Herdís Dröfn Fjeldsted. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, og Sævar Pétursson tannlæknir  hafa fest kaup á einu dýrasta húsinu í Garðabæ. Um er að ræða fasteign sem stendur við Mosprýði 10. Húsið keyptu þau af Helgu Daníelsdóttur, eiginkonu Sævars Jónssonar oft kenndum við Leonard. 

Fasteignamat hússins er 164.550.000 kr. en verður 176.850.000 kr. árið 2019.

Smartland hefur heimildir fyrir því að mikið sé lagt í húsið og íburður sé töluvert meiri en gengur og gerist hjá fólki. 

Húsið var byggt 2011 og er 672 fm að stærð.

Herdís Dröfn bjó áður við Sandakur 2 í Garðabæ en Helga tók húsið upp í Mosprýði 10. Nú er raðhúsið við Sandakur komið á sölu. 

Mosprýði 10 í Garðabæ.
Mosprýði 10 í Garðabæ. mbl.is/Kristinn Magnússon
Húsið er sérstaklega glæsilegt eins og sést á myndinni.
Húsið er sérstaklega glæsilegt eins og sést á myndinni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál