Ingvar Mar féll fyrir Fossvoginum

mbl.is/Valgarður Gíslason

Ingvar Mar Jónsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík býr í huggulegu húsi í Fossvogi ásamt Sigríði Nönnu Jónsdóttur, eiginkonu sinni, og fjórum börnum. Ingvar Mar og Sigríður Nanna kynntust árið 1997 og giftu sig ári síðar og eiga því 20 ára brúðkaupsafmæli í sumar.  Hann er flugstjóri hjáIcelandair og hún er flugfreyja hjá sama fyrirtæki. Þeirra helstu áhugamál eru að ferðast og vera í góðra vina hópi. 

Ingvar Mar Jónsson og Sigríður Nanna Jónsdóttir.
Ingvar Mar Jónsson og Sigríður Nanna Jónsdóttir. mbl.is/Valgarður Gíslason

Hjónin keyptu húsið, sem stendur við Bjarmaland, árið 2002 og fluttu inn árið 2002. 

„Það var fyrst og fremst staðsetningin sem við féllum fyrir.  Einnig þótti okkur mjög mikill kostur að það er svefnherbergja álma þar sem maður getur sofið í næði á daginn eftir næturflug,“ segir Ingvar Mar aðspurður að því fyrir hverju þau hafi fallið þegar þau keyptu húsið. 

Steinborðið er eftir Martein Davíðsson sem var móðurafi Sigríðar Nönnu. …
Steinborðið er eftir Martein Davíðsson sem var móðurafi Sigríðar Nönnu. Hér má sjá tvo svani eftir Arne Jacobsen og lamba frá Kartell. mbl.is/Valgarður Gíslason

Það þurfti ekki að gera mikið fyrir húsið áður en þau fluttu inn. 

„Húsið var mjög vandað þegar við keyptum það svo við máluðum bara áður en við fluttum inn.  Við höfum gert mjög lítið í gegnum árin en þó sett flísar á gólf og granít á eldhúsinnréttingu.  Næst á dagskrá er að endurnýja baðherbergi.“

Aðspurð um heimilisstílinn segjast þau vilja hafa hlýlegt og heimilislegt í kringum sig.  

„Sigga Nanna er ekki minimalísk segir „less is a bore“  hún er mikið fyrir liti og kemur aldrei með hvíta hluti á heimilið,“ segir hann. 

Þótt hjónin séu mikið á ferð og flugi þá eru þau heimakær. 

„Við erum heimakær og okkur líður mjög vel hér.  Sigga Nanna er áhugasöm um hönnun og hefur gaman af að breyta og bæta. Henni finnst líka gaman að koma með fallega hluti erlendis frá. Ég er hins vegar íhaldssamur og hef ekki þennan sama áhuga. Við kaupum helst húsgögn sem koma til með að vera lengi á heimilinu,“ segir hann. 

mbl.is/Valgarður Gíslason

Falleg listaverk prýða heimilið en Ingvar Mar segir að það séu nokkur verk í sérlegu uppáhaldi. 

„Við eigum nokkur listaverk frá Sólheimum sem okkur þykir mjög vænt um, á Sólheimum er unnið virkilega gott starf með íbúum, sérstaklega á listasviði."

Aðspurð um uppáhaldsstaðinn á heimilinu nefna þau bæði eldhúsið. 

„Eldhúsið er stórt, rúmgott og bjart og þar eru ákvarðanir teknar, stórar sem smáar.  Þaðan er hægt að ganga út á pall þegar vel viðrar.  Það má segja að eldhúsið sé hjarta heimilisins.“

Þegar þau eru spurð að því hvernig lífi þau lifi segjast þau vilja hafa lífið einfalt. 

„Við lifum mjög reglusömu lífi ef frá er talinn óreglulegur vinnutími,“    

Borðið er úr Norr 11 og stólarnir eru frá Eames …
Borðið er úr Norr 11 og stólarnir eru frá Eames og fást í Pennanum. mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is/Valgarður Gíslason
Sigríður Nanna hannaði vínrekkann í stofunni.
Sigríður Nanna hannaði vínrekkann í stofunni. mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is/Valgarður Gíslason
Borðstofuborðið er frá Norr11 en stólarnir eru Eames og koma …
Borðstofuborðið er frá Norr11 en stólarnir eru Eames og koma úr Pennanum. mbl.is/Valgarður Gíslason
Baráttumál Ingvars Mars eru þónokkur eins og að það sé …
Baráttumál Ingvars Mars eru þónokkur eins og að það sé frítt í strætó, að háskólanemar fái samgöngustyrk, að kennarar fái hærri laun og að lóðaframboð verði aukið í Reykjavík. mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is/Valgarður Gíslason
Sófasettið var keypt í Öndvegi.
Sófasettið var keypt í Öndvegi. mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál