Hverju má ekki gleyma í eldhúsbreytingum?

Þarf að taka eldhúsið í gegn?
Þarf að taka eldhúsið í gegn? mbl.is/Thinkstockphotos

Eldhúsið er oft það fyrsta sem fólk vill koma í fínt stand á heimili sínu enda oft sagt vera hjarta heimilisins. Þegar eldhús eru tekin í gegn þarf að huga að ýmsu en hvað er mikilvægast? Skipulag er mörgum efst í huga eins og kemur fram hjá Dwell

Eldhúsið er nýja dagstofan og oft enda allir inni í eldhúsi. Í stofunni eru oft bestu listaverkin og þægilegustu húsgögnin, þessara áhrifa ætti að gæta í eldhúsinu. Gott er að koma fyrir þægilegum húsgögnum og einhverju sem gleður augu. 

Eldhúsið er fyrst og fremst vinnuaðstaða og þá skiptir miklu máli að skipulagið sé í lagi. Sama hversu fínt eldhúsið er þá koma ekki fínar marmaraplötur í staðinn fyrir gott skipulag. Ef borðið er í aðalhlutverki fer minna fyrir skápunum sem má nota til þess að fela draslið. 

Góð lýsing á það til að gleymast þegar það þarf að velja höldur, skápategund og borðplötu. Lýsingin skiptir hins vegar gríðarlega miklu máli og ekki bara til þess að gera vinnuna þægilegri heldur líka til þess að beina athyglinni að hönnuninni. 

Lýsingin á það til að gleymast í eldhúsbreytingum.
Lýsingin á það til að gleymast í eldhúsbreytingum. mbl.is/Thinkstockphots
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál