Engu breytt í 60 ár enda ekki ástæða til

Stórir gluggar, hlaðnir grjótveggir og viður eru áberandi í þessu vel heppnaða og vandaða húsi sem byggt var 1954. Húsið hannaði arkitektinn E. Stewart Williams fyrir kvikmyndahúsaeigandann William Edris og eiginkonu hans. Húsið er í Palm Springs í Kaliforníu sem er dásamlegur bær. Bærinn er þekktur fyrir sín heitu sumur, gólfvelli, heilsulindir og krúttlegar antikverslanir. 

Það er augljóst að ekkert hefur verið til sparað þegar húsið var teiknað og byggt og heldur ekki þegar það var innréttað. Lounge-Chair, hannaður af Eames-hjónunum, sómir sér vel í stofunni og fer vel við önnur húsgögn. 

Húsið er nú komið á sölu. 

Það sem er svo flott við þetta hús er hvað það er mikil mýkt í litapallettunni og hvernig efnin spila saman. Gólfteppin smellpassa inn í húsið og innbyggðu bókahillurnar í stofunni skapa stemningu. 

Garðurinn í kring er listaverk eins og sjá má á myndunum.

Þessir gluggar eru svo flottir!
Þessir gluggar eru svo flottir!
Viður og steinn mætast á heillandi hátt.
Viður og steinn mætast á heillandi hátt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál