Vill hafa hlýlegt í kringum sig

Ólafur Jóhann Ólafsson á heimaskrifstofu sinni á Manhattan í New …
Ólafur Jóhann Ólafsson á heimaskrifstofu sinni á Manhattan í New York þar sem hann býr.

Ólafur Jóhann Ólafsson einn ástsælasti rithöfundur þjóðarinnar virðist vera lítið fyrir svart leður, stál, gler og spegla ef marka má heimaskrifstofur hans á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hann kýs hlýleika, listaverk, þægilega skrifborðsstóla og fallega lampa. 

Nýjasta bók hans, Sakramentið, hefur slegið algerlega í gegn og fengið framúrskarandi dóma. Hún hefur líka verið að gera góða hluti á metsölulista Eymundsson.  

Ólafur Jóhann Ólafsson
Ólafur Jóhann Ólafsson

En hvar skrifaði Ólafur Jóhann bókina?

Smartland fór á stúfana og fékk myndir af skrifstofum Ólafs Jóhanns á Íslandi og í Bandaríkjunum. Það kemur í ljós þegar skrifstofur Ólafs Jóhanns eru skoðaðar að hann er þessi hlýlega og notalega heimilistýpa. Í kringum hann eru bækur og skrautmunir, ekki svart, stál, speglar og marmari eins og er svo vinsælt hjá greifum sem halda að þeir séu betri en hinir.

Ólafur Jóhann á fallegt hús við Freyjugötu í Reykjavík. Þar situr hann við skriftir á sumrin og í jólafríum en alla jafna skrifar hann á heimili sínu á Manhattan. Þegar hann er ekki þar við skriftir dvelur fjölskyldan í gamla hvalveiðiþorpinu Sag Harbor sem er yst á Long Island.

Svona lítur skrifstofu Ólafs Jóhanns út á Íslandi. Nánartiltekið við …
Svona lítur skrifstofu Ólafs Jóhanns út á Íslandi. Nánartiltekið við Freyjugötu í Reykjavík.
Skrifstofa Ólafs Jóhanns á Long Island er hlýleg. Gulir veggir …
Skrifstofa Ólafs Jóhanns á Long Island er hlýleg. Gulir veggir og kamína prýða skrifstofuna. Verkið í bakgrunninn er eftir son Ólafs Jóhanns sem heitir í höfuðið á pabba sínum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál