Prófaðu húsgögnin áður en þú kaupir

IKEA gefur á næstunni út IKEA Place, nýtt app sem gerir fólki kleift að stilla húsgögnum upp á heimilinu með AR (Augmented reality) tækni. Þannig er hægt að prófa og máta og deila með öðrum glæsilegri hönnun. Notendur geta valið sófa, hægindastóla, stofuborð eða aðrar IKEA vörur í þrívídd og stillt þeim upp heima, á skrifstofunni eða hvar sem er. 

„IKEA Place einfaldar fólki að prófa liti, stærðir og aðra möguleika áður en varan er keypt. AR og sýndarveruleiki verða sannkölluð bylting innan verslunar á næstu árum á sama hátt og internetið var á sínum tíma. Það mun þó gerast hraðar í þetta skiptið,“ segir Michael Valdsgaard, yfirmaður stafrænnar þróunar hjá Inter IKEA Systems.

IKEA Place, sem byggt er á ARKit tækninni frá Apple, markar mikilvæg þáttaskil á stafrænni vegferð IKEA. Fyrirtækið er eitt það fyrsta á meðal fyrirtækja sem selja húsbúnað til að nýta þess tækni fyrir viðskiptavini og breyta þannig aðferðum fólks til framtíðar við að versla sér húsgögn. Húsgögnin sjást í réttum stærðarskala miðað við herbergið og tæknin er það nákvæm að maður getur sé áferð efnanna og fíngerð mynstur.  

Með tilkomu IKEA Place tekur IKEA þátt í þróun á ARKit tækninni þannig að hún verði aðgengilegt verkfæri til að nota í þessum tilgangi.

Í appinu verður, eins og áður sagði, hægt að stilla húsgögnum upp og máta inn í herbergi, en þar að auki er hægt að taka mynd eða myndband og deila með vinum.  

Í fyrstu verður hægt að prófa um 2.000 vörur í appinu og þeim kemur til með að fjölga fljótlega. Í framtíðinni sjáum við fyrir okkur að appið verði nýtt til að kynna nýjar vörulínur. Fyrst um sinn verður lögð áhersla á stærri húsgögn fyrir stofuna; sófar, hægindastólar, skemlar, stofuborð og vinsælar hirslur sem stillt er upp á gólfi.

Svona notar þú IKEA Place:

  • Stýrikerfið þarf að vera uppfært í iOS 11.
  • Náðu í IKEA Place appið í App Store.
  • Skannaðu gólfið í herberginu.
  • Skoðaðu vörurnar í appinu.
  • Veldu vöru sem þú vilt prófa.
  • Færðu hana til og komdu henni fyrir þar sem þú vilt hafa hana. Það er ekki flóknara!

IKEA Place – appið verður fáanlegt fyrir Íslendinga á App Store þann 29. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál