Gucci með líflega húsgagnalínu

Yfirhönnuður Gucci tilkynnti húsgagnalínunna með þessari mynd.
Yfirhönnuður Gucci tilkynnti húsgagnalínunna með þessari mynd. skjáskot/instagram

Yfirhönnuður Gucci, Alessandro Michele, er einn af forsprökkum súrrealískra tískustrauma þar sem hann notar litadýrð og einstök form í hönnun fata sinna. Eins gaman og það er að sjá hönnun hans á tískupöllunum bíður fólk í óvæni eftir að komast yfir húsgagnalínu hans sem hann tilkynnti um á Instagram-síðu sinni í gær.

Húsgagnalínan fer í sölu í september og á að gefa heimilum keim af rómantík, samkvæmt yfirlýsingu frá Gucci. Húsgögnin eru skreytt fallegum blómamunstrum og framandi dýrum í allskonar litum. 

Hér má sjá brot úr húsgagnalínu Gucci. 

Hið þekkta Gucci tígrisdýr á grænum skrautpúða.
Hið þekkta Gucci tígrisdýr á grænum skrautpúða.
Postulínsdiskur með Gucci tígrisdýrinu.
Postulínsdiskur með Gucci tígrisdýrinu.
Lítið borð með framandi munstri.
Lítið borð með framandi munstri.
Gucci kertastjaki.
Gucci kertastjaki.
Skrautpúði með blómamunstri og tígrisdýri.
Skrautpúði með blómamunstri og tígrisdýri.
Litríkt og líflegt skilrúm.
Litríkt og líflegt skilrúm.
Litríkur tréstóll með blómamunstri.
Litríkur tréstóll með blómamunstri.
Stólar húsgagnalínunnar eru fallegir.
Stólar húsgagnalínunnar eru fallegir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál