Flott sumargjöf fyrir þá sem hata sólina

Þarftu skjól fyrir sólinni? Þá gæti þessi hönnun átt upp á pallborðið hjá þér en hún var sýnd á sýningunni Salone Del Mobile í Mílanó á dögunum. Um er að ræða hönnun hönnuðarins Marc Ange sem er ítalskur en býr í París. Hann hefur hannað margt áhugavert eins og til dæmis bleiku umbúðirnar utan um Moet-kampavínið sem er svo svalandi og gott. 

En aftur að bleiku pálmatrjánum, Ange frumsýndi þessa hönnun á dögunum og fyrir þá sem þrá að vera skjannahvítir á hörund og elska bleikan lit þá er þetta án efa flottasta sumargjöf í heimi. 

Þar fyrir utan er þetta eins og listaverk ef þessu er komið fyrir í garði eða á sólpalli. Pálmatrén veita kannski ekki skjól fyrir vindi en þau hindra alla vega komu sólargeislanna á þann sem liggur á bekknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál