Grenntist með að fasta

Julia Carey og James Corden mættu í Vanity Fair partíið …
Julia Carey og James Corden mættu í Vanity Fair partíið fyrir Óskarinn. AFP

Grínistinn James Corden segist halda sér í formi með því að fasta með hléum og gera hnefaleikaæfingar á morgnana.

„Ég reyni að borða hollt og neita mér ekki um neitt. Sú hugmynd að fara í megrun er mjög röng því hún felur í sér það að maður fari einhvern tímann aftur í sama farið,“ segir Corden í viðtali við The Sun.

„Það er eins og edrú-janúar. Frábært að hætta að drekka í janúar en maður er alltaf með það bakvið eyrað að í febrúar fær maður sér drykk.“

„Maður þarf ekki að fara í öfgar. Maður þarf bara að vera meðvitaður um það sem fer í líkamann og reyna að borða ekki eitthvað sem er með of mörgum innihaldsefnum.“

Corden hugsar líka vel um andlega heilsu en hann hefur tekið hugleiðsluna föstum tökum. Hann tekur sér tuttugu mínútur daglega til að sitja í þögn og leyfa hugsunum sínum að flæða. Hann segir það afar hjálplegt.

Corden segist nú skilja að það að borða hollt sé lífsstíll en ekki skyndilausn.

James Corden hefur lagt af undanfarið.
James Corden hefur lagt af undanfarið. AFP
Corden er talsmaður Weight Watchers og segist hafa fundið hinn …
Corden er talsmaður Weight Watchers og segist hafa fundið hinn gullna meðalveg. Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál