Féll fyrir Bakkusi sjö ára

Selma Blair er á góðum stað í dag þrátt fyrir …
Selma Blair er á góðum stað í dag þrátt fyrir að glíma við MS-sjúkdóm. AFP

Leikkonan Selma Blair byrjaði að drekka mjög ung. Áfengi var hennar leið til þess að flýja raunveruleikann. Blair sem glímir við MS-sjúkdóminn setti tappann í flöskuna fyrir nokkrum árum. 

„Ég er ekki viss um að ég hefði komist í gegnum æskuárin án áfengisneyslu,“ segir Blair í viðtali við People. Hún segir að hún hafi fundið fyrir létti í upphafi. Á meðan hún drakk flúði hún áföllin. 

Fyrst um sinn drakk Blair frekar lítið í einu, bara aðeins til þess að róa kvíðann. „Venjulega fann ég ekki einu sinni á mér. Ég varð sérfræðingur í alkahólisma, dugleg að fela leyndarmálið mitt.“

Áfengisneysla hennar breyttist á unglingsárunum og þegar hún komst á þrítugsaldur. Henni var nauðgað í vorferð. Hún segist ekki muna hvort að einn eða tveir aðilar nauðguðu henni. Hún fann fyrir mikill skömm og seinna áttaði hún sig á því hversu mikil áhrif kynferðisofbeldið sem hún varð fyrir hafði á hana.  

Blair hefur verið edrú síðan árið 2016. Hún skrifaði nýlega endurminningar fyrir son sinn og vonast til þess að saga hennar um flótta í áfengið verði öðrum hjálp. 

Selma Blair er með MS-sjúkdóminn.
Selma Blair er með MS-sjúkdóminn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál