Prófaði að reykja gras 18 og fór í neyslu

Tinna Guðrún og Hlynur Kristinn Rúnarssons stjórna Það er von. …
Tinna Guðrún og Hlynur Kristinn Rúnarssons stjórna Það er von. Ólafur Sigurðsson fyrir miðju.

Ólafur Sigurðsson er úr sveit og byrjaði að drekka á sveitaböllum. Eftir nokkur skipti af drykkju þurfti Óli að stoppa vegna áhrifa af litningagalla sem hann er með. Eftir að Óli byrjaði að reykja gras 18 ára í fyrsta skipti opnuðust himnarnir fyrir honum. Óli sem ákvað að lokum að velja lífið eftir neyslu er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Það er von. 

Aðspurður um meðfædda sjúkdóminn segir Óli: „Eins og ég útskýri þetta fyrir litlu frændsystkinum mínum er þetta eins og þú farir með ruslið í ruslið inni í eldhúsi en farir aldrei með það út í tunnu. Þá safnast það saman inni í húsinu þar til það skemmist.“

„Ég upplifði sömu tilfinningu og ég hafði fundið þegar ég lá á spítala sem krakki með morfín í æð,“ segir Óli þegar hann lýsir því þegar hann byrjaði að reykja gras. Hann bætir við að móðir hans hafi talað um að þegar hann var barn vildi hann fara á spítala um leið og hann fann að verkjakast nálgaðist. „Ég var farinn að öskra á lækna til þess að fá þessi verkjalyf, 11 ára gamall, en lyfin virkuðu ekki á verkina. Þetta hafði klárlega áhrif á þróun fíknisjúkdómsins þegar maður horfir til baka.“

Óli var kominn í daglega neyslu á augabragði. Tvítugur fór hann fyrst á Vog en vildi ekki fara í meðferð. Óli segist ekki muna allt sem átti sér stað þegar hann var í neyslu. Vegna sjúkdómsins sem hann glímir við tekur hann lengri tíma að jafna sig. „Þegar þetta var orðið löng og leiðinleg neysla kom oft upp hugmynd að breyta til og ná upp gömlu góðu gleðinni, sem gerist aldrei og allt verður verra.“

Í þættinum segir Óli frá stórum mistökum sem hann gerði í neyslu, hvernig hann sveik fólkið sitt og hvernig hann tókst á við það. Hann ákvað að lokum að kjósa lífið, hann áttaði sig á því að hann vildi lifa þegar hann sat á plani fyrir utan bæinn. Í þættinum ræða þau einnig um skaðsemi kannabis og misskilning sem oft ríkir meðal fólks. 

Hægt er að hlusta á þátt­inn á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál