„Ég fór á átfyllerí þar sem ég át og svaf í heila viku“

Linda Pétursdóttir hjálpar konum við að léttast. Í nýjum hlaðvarpsþætti …
Linda Pétursdóttir hjálpar konum við að léttast. Í nýjum hlaðvarpsþætti hennar má heyra reynslusögur tveggja kvenna sem eru nú búnar að ná tökum á lífi sínu, þökk sé Lindu. mb.is/Ásta Kristjáns

Hlaðvarp Lindu Pét­urs­dótt­ur er vin­sælt um þess­ar mund­ir og fór fer­tug­asti og fimmti þátt­ur þess í loftið í vik­unni. Í þætt­in­um er fjallað um árangurssögur Eddu Guðsteinsdóttur og Lindu Hlín Sigbjörnsdóttur sem spjalla við Lindu Pétursdóttur um hvernig lífið var áður og hvernig það er nú undir hennar leiðsögn í Prógramminu með Lindu Pé. 

„Ég var svo tilbúin að byrja. Þetta hefur breytt lífi mínu á allan hátt. Ég einfaldlega öðlaðist nýtt líf. Ég var ekki á góðum stað. Ég var á vondum stað andlega en með hjálp þinni og með því að hlusta á allt þetta fræðandi efni hef ég náð mjög góðum árangri. Ég hef haft mjög lítið sjálfstraust í gegnum tíðina en finn að það er allt að koma og á réttri leið. Markmiðið mitt fyrst var að léttast og taka til í hausnum á mér og það er langt síðan ég náði þyngdartapsmarkmiðum mínum  og nú kann ég að halda kílóunum í burtu, sem var í raun það sem mig vantaði áður. Ég kunni að létta mig, hafði gert það oft áður en kílóin læddust bara alltaf á mig aftur en nú kann ég lausnina við því, þökk sé þér.

Þess utan hefur þetta hjálpað mér mjög mikið andlega, eftir áfall fyrir þremur árum síðan sem ég átti erfitt með að vinna mig út úr en með þessari vinnu hér hef ég náð mjög miklum árangri og allt er á réttri leið hjá mér.

Mér finnst svo gott að hugsa að það sem aðrir segja um mig hefur ekkert með sjálfa mig og mína líðan að gera, því það hef ég lært með hugsanastjórnuninni. Uppáhaldssetningin mín sem við höfum verið að vinna með er „það sem aðrir segja um mig hefur ekkert með það að gera hvernig mér líður“. Það er svo gott að þekkja muninn á staðreyndum og hugsunum og að það er enginn annar sem getur látið mér líða á nokkurn hátt. Það er mikill sigur sem felst í því. Stjórnin er nú hjá sjálfri mér. Þessi vinna er bæði skemmtileg og lærdómsrík,“ segir Edda.

Linda Hlín tekur undir með Eddu og viðurkennir að hún hafi verið á slæmum stað og að samband hennar við mat hafi verið óheilbrigt. 

„Ég fór á átfyllerí þar sem ég át og svaf í heila viku. Þegar „rann af mér“ í nokkra daga þá fór ég að refsa mér, svelta mig og hreyfa mig rosalega mikið til þess að ná af mér aukakílóunum sem höfðu bæst á mig. Ég var í raun og veru eins og hamstur á hjóli og komst aldrei út úr þessum vítahring. Það mátti ekkert gerast í mínu lífi. Ef ég upplifði tilfinningar á borð við söknuð, tilhlökkun, leiða eða reiði þá fór ég alltaf í þetta tilfinningaát sem ég virtist ekki komast út úr.

Ég borðaði í laumi. Þetta var yfirgengilega mikið og erfitt til tugi ára. En þegar Edda vinkona sagði mér að hún hafi skráð sig í Prógrammið hjá Lindu, þá ákvað ég að gera slíkt hið sama. Mitt æðsta markmið var að losa mig við þessi nokkur aukakíló og eignast heilbrigt samband við mat sem ég hef nú náð. Ég stjórna loks sjálf hvað ég borða og þau tól og tæki sem ég hef fengið upp í hendurnar eru mitt haldreipi. Það er líka gott að vita að hreyfingin þarf ekki að vera svona mikil til þess að grennast eins og ég hafði alltaf reynt að gera. Ég hef áttað mig á mátti hugsana minna og þeim áhrifum sem þær hafa á líðan mína. Mér finnst eins og ég hafi verið leyst úr álögum,“ segir Linda Hlín.

Þátt­inn má nálg­ast í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál