Segir lim sinn minni eftir veiruna

Breski tónlistarmaðurinn James Blunt.
Breski tónlistarmaðurinn James Blunt. AFP

Breski tónlistarmaðurinn James Blunt segir getnaðarlim sinn hafa minnkað eftir að hann smitaðist af kórónuveirunni. Frá þessu greindi hann á tónleikum í Royal Albert Hall á föstudag. 

Blunt greindist smitaður af kórónuveirunni fyrir tveimur vikum og deildi því með tónleikagestum á föstudaginn. „Þessir tónleikar eru það eina sem hefur verið á dagskrá hjá mér síðasta eina og hálfa árið og svo fyrir tveimur vikum þá fæ ég Covid,“ sagði Blunt.

„Ég gerði nokkuð vel, mér tókst að smita tvo meðlimi í hljómsveitinni og tvo aðra úr fylgdarhópnum mínum. Þau voru öll með tvær sprautur og sluppu, en ég var aðeins búinn að fá eina sprautu og veiran fór í lungu mín og ég missti röddina í kjölfarið og fór á stera,“ sagði Blunt.

Blunt segir sterana sem hann þurfti að taka við sjúkdómnum hafa valdið því að getnaðarlimur hans minnkaði.

„Núna er ég á sterum og þeir hafa gert lim minn mjög lítinn. Ég meina, enn þá minni. Það er ekki eins og hann hafi verið stór. Þegar læknirinn spurði mig hvort ég vildi fá stera, þá svaraði ég: „Ég held nú síður!“ Kínverjar eru sniðug dusilmenni, finnst ykkur það ekki? En ég get ennþá sungið. Svo þeim mistókst að koma í veg fyrir það,“ sagði Blunt.

Tónleikarnir hafa fengið slæma dóma í breskum fjölmiðlum. Söngurinn var sagður slakur, lögin óáhugaverð og þreyttir brandarar á milli laga, samkvæmt Evening Standard. Kannski fannst gagnrýnanda Evening Standard það óboðlegt að Blunt skyldi tjá sig um getnaðarlim sinn eða kannski voru það vandræðalegar athugasemdir söngvarans um Kínverja.

The Sun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál