Lýtalæknar gefa ráð fyrir augun

Það þarf að fara vel með augun og húðina umhverfis …
Það þarf að fara vel með augun og húðina umhverfis hana. Sharon McCutcheon/Unsplash.com

Flest viljum við fara framúr á morgnana með björt og sindrandi augu án nokkurrar fyrirhafnar. Lífið er hins vegar aðeins flóknara en svo og margt í okkar daglega lífi eins og til dæmis svefnlausar nætur, ofnæmi, gen, of mikil sól getur gert það að verkum að augnumgjörðin fari að láta á sjá. 

Í viðtali við heilsuritið Goop fara lýtalæknar yfir það hvað sé til ráða. Leiðbeiningarnar eru ýmis konar allt frá augnsmyrslum til svefnstellinga en þeir eru sammála um að þó að áhrifaríkt sé að fara á stofu og fá faglega meðhöndlun þá sé ýmislegt hægt að gera heima hjá sér sem hjálpar.

„Húðin umhverfis augun er 40% þynnri en annars staðar á andlitinu. Það er því viðkvæmara fyrir skaða af völdum umhverfisáhrifa og öldrunar áhrif koma því fyrst fram þar,“ segir Dr. Chaneve Jeanniton. 

  • Aðgát skal höfð. Húðin umhverfis augun er viðkvæm og það þarf alltaf að fara mjúkum höndum um hana.
  • Alltaf sólarvörn. Hvort sem það sé sól úti eða ekki þá þarf að verja húðina fyrir sólinni. Sólin er aðal sökudólgur húðöldrunar. Þá er gott að vera með sólgleraugu eða bera hatt á höfði.
  • C vítamín er gott fyrir húðina. Hægt er að nálgast þar til gerð C-vítamín-serum í flestum snyrtivörubúðum.
  • Retinol. Lýtalæknar mæla með að nota retinoids eða retinol á kvöldin fyrir svefninn. „Þetta örvar kollagen myndun og styrkir húðina. Athugið þó að þar sem húðin er þunn þá þarf mjög milda blöndu fyrir augun.“
  • Andlitsrúllutæki getur dregið úr bólgum og vökvasöfnun í kringum augun. Það virkar þó aðeins tímabundið og því þarf að ráðast að rót vandans. Augnmeðferðir með koffíni geta einnig virkað vel. Sem skammtímaúrræði er hægt að leggja í bleyti tepoka með grænu tei, kæla og bera á augun. 
  • Sofðu vel. Góður svefn er enn besta leið til þess að draga úr þrota í kringum augun. „Þegar við sofum þá blikkum við augunum lítillega og það hjálpar til við að dreifa vökvasöfnuninni sem safnaðist saman yfir daginn.“
  • Sofðu á bakinu. Frá sjónarhóli lýtalækna er það best ef allir myndu sofa liggjandi á bakinu. Ef það er ekki hægt er mögulegt að fjárfesta í sérstökum þrýstijöfnunarpúða 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál