„Ég verð að borða kolvetni“

Kristen Bell borðar hollt.
Kristen Bell borðar hollt. AFP

Leikkonan Kristen Bell byrjaði ekki að stunda hreyfingu af krafti fyrr en á síðasta ári. Bell sem er nú 39 ára er loksins byrjuð að elska að hreyfa sig. Hún borðar hollt en neitar sér ekki um neitt. Bell greindi frá því í viðtali við Women's Health að kolvetnaát væri stór hluti af mataræði hennar. 

Bell segist aldrei hafa verið sterk, annaðhvort hafi hún verið aum eða ólétt. Nú þegar hún er orðin 39 ára elskar hún að vera sterk. 

Bell á tvær dætur og segir að meðgöngurnar hafi alveg farið með magavöðva hennar. Hún segist hafa hugsað að hún gæti alveg eins sagt bless við magavöðvana. „Nú jæja, þeir koma aldrei aftur. Hver vegna þarf ég þá? Ég er gift. Aðhaldsnærbuxur eru til. Þú færð ekki alltaf allt,“ segist Bell hafa hugsað með sér. 

Eftir að Bell fór að æfa reglulega komu þó magavöðvarnir aftur sem og vöðvar sem Bell vissi ekki að væru til. Hún segist vera miklu sterkari en áður og líður líka vel andlega. Bell sem hefur opnað sig um kvíða og þunglyndi segir að hreyfing sé það fyrsta sem fólk sem finnur fyrir þessum einkennum ætti að framkvæma. 

Mataræðið skiptir þó einnig máli. Leikkonan borðar hollt en telst þó seint vera á ketó eða öðru lágkolvetnafæði. Hún er dugleg að borða eggjahvítur, spínat og tómata en borðar einnig beyglur með rjómaosti á hverjum degi. Salat og prótínþeytingar eru líka á matseðli hennar. 

„Ég verð að borða kolvetni af því að ég þarf að muna 11 blaðsíðna samtöl og get ekki gert það bara borðandi spínat og kjúkling.“

Þrátt fyrir að borða beyglu á hverjum degi borðar Bell afar hollt. Hún segist ekki neita sér um neitt en passar upp á skammtastærðirnar. Með því að vera meðvituð um hvað hún lætur ofan í sig segist hún geta leyft sér allt en verið um leið á heilsusamlegu mataræði. 

Kristen Bell.
Kristen Bell. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál