Svona losnar þú við „ástarhöldin“

Viltu losna við hliðarspikið.
Viltu losna við hliðarspikið. mbl.is/Thinkstockphotos

Það eru margir sem vilja losna við hliðarspikið eða svokölluð „ástarhöld“. Stjörnuþjálfarinn Amy Jordan segir í viðtali á vef Prevention að best sé að veðja á maga- og styrktaræfingar í bland við brennsluæfingar til að losna við hliðarspikið. Að auki þarf að borða rétt. 

Að planka

Jordan mælir með því að gera planka þar sem að æfingin hjalpar til að móta langar línur. Hún mælir ekki með því að gera uppsetur. Planka er hægt að halda tíu sekúndum lengur hvern dag en auk þess er hægt að gera æfingar í plankastöðu þar sem fætur eru virkjaðar en efri líkami er alveg kjurr. 

Byggja upp vöðva með samsettum æfingum

Það er erfitt að losa sig við fitu á einhverjum einum ákveðnum stað. Jordan mælir með því að byggja upp vöðva sem hjálpar til við að brenna fitu með því að gera samsettar æfingar. Á hún þar við æfingar þar sem tvær æfingar eru gerðar í einu eins og til dæmis þegar handlóð eru notuð á sama tíma og hnébeygjur eru gerðar. 

Rétt mataræði

Mataræðið skiptir öllu máli og hollt mataræði þarf ekki að vera flókið. Hún segir fólki að borða mat sem kemur beint frá náttúrunni en ekki úr verksmiðjunni. Svo lengi sem að 90 prósent af því sem fólk borðar er hollt segir hún í lagi að tíu prósent sé aðeins óhallara eins og dökkt súkkulaði.

Minna stress 

Það hjálpar einnig til að reyna að slaka á. Að sofa vel í sjö til átta tíma á dag og slaka á fyrir svefn getur gert gæfumuninn. 

Það er erfitt að ætla sér að losna við fitu …
Það er erfitt að ætla sér að losna við fitu á einhverjum einum ákveðnum stað á líkamanum. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál