Einkaþjálfari Graham leysir frá skjóðunni

Ashley Graham er dugleg að hreyfa sig.
Ashley Graham er dugleg að hreyfa sig. mbl.is/AFP

Ofurfyrirsætunni Ashley Graham finnst ekki gaman á hlaupabrettinu. Graham er ekki sú eina um að finnast hefðbundnar æfingar á hlaupabretti eða hjóli leiðinlegar. Sem betur fer fyrir hana er þó einkaþjálfari hennar með stórgóðar æfingar sem koma í staðinn. 

„Ég bóka yfirleitt 75 mínútna æfingar með kúnnum mínum en á dögum þar sem Ashley hefur lítinn tíma og vill samt koma fyrir æfingu er ég enn duglegri að finna nýjar leiðir til þess að ögra styrk hennar, þreki og þoli á áhrifaríkan og skilvirkan hátt með því að hafa gaman,“ sagði þjálfarinn hennar, Kari Stokes, í viðtali við Shape.  

Gott dæmi um þetta er æfing sem þær báðar birtu á Instagram-síðu sinni. Þar leika þær sér í því að kasta fimm kílóa boltum á milli sín. 

Graham er dugleg að minna fólk á að líkamsrækt snúist ekki um að léttast enda ein frægasta fyrirsæta í heimi og það í yfirstærð. 

Þjálfarinn segir Graham vilja vera sterka, skerpa á vextinum og styrkja miðjuna. „Hún er rosalegur íþróttamaður og vill líka vera þjálfuð sem slíkur. Hún er með ótrúlega líkamsmeðvitund. Og fyrst og fremst vill hún vera hún sjálf.“

Það eru ef til vill ófáir sem leiðist á hlaupabrettinu og vilja bara lyfta eins og fyrirsætan. Ef þú ert sömu skoðunar og Graham er þjálfarinn með þetta ráð: 

„Fólk þarf að muna eftir því sem við gerðum öll sem krakkar. Við lékum okkur. Það er engin regla sem segir að við getum ekki haldið því áfram allt lífið. Þegar allt kemur til alls þá er hjartað vöðvi og þú þarft að styrkja það eins og hvaða vöðva sem er í líkamanum. Að finna leiðir til þess að gera það á skemmtilegan hátt er þó besta leiðin. Hugsaðu bara út fyrir boxið.“

Fyrirsætan Ashley Graham.
Fyrirsætan Ashley Graham. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál