Allir geta misst æfingataktinn

Elena Arathimos er í frábæru formi, en jafnvel hún getur …
Elena Arathimos er í frábæru formi, en jafnvel hún getur misst taktinn í æfingunum og þarf að koma sér á rétta braut aftur. Ljósmynd/skáskot Instagram

Elena Arathimos heldur úti síðunni Bella be active á Instagram. Hún er hafsjór af fróðleik þegar kemur að heilbrigðu útliti og skemmtilegum æfingum. 

Hún sýnir skemmtilegar æfingar með ketilbjöllur og minnir á mikilvægi þess að nota allan líkamann í réttum takti þegar tekist er á við bjöllurnar. 

Flestir þeir sem leggja stund á reglulega líkamsrækt vita að æfingarnar verða að vera hluti af vikulegri dagskrá og að sjálfsögðu verða þær að vera skemmtilegar. 

Með réttri tónlist og góðu kerfi má finna leið til að gera líkamlegar æfingar ómissandi. Arathimos er frábær fyrirmynd að þessu leyti, þar sem hún gefur fylgjendum sínum innsýn í þann heim sem hún lifir og hrærist í.

Nýverið greindi hún frá því að hún hafi í tvær vikur misst taktinn í æfingum sínum, farið að sofa seint og byrjað að borða óhollt. Ef hún missir þráðinn má gera ráð fyrir því að við hin gerum það einnig. 

Leiðin til baka að hennar sögn er einföld. Byrja að taka svefninn í gegn og fara að sofa á réttum tíma. Koma matarræðinu aftur á rétta braut og að setja einfaldar grunnæfingar inn á dagsplanið. Það er ekki einfalt í byrjun en þú uppskerð margfalt að hennar sögn. Meðal annars færðu þessa ró og frið í hjartað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál