Svona fer Chris Pratt að því að grennast

Chris Pratt er byrjaður að fasta.
Chris Pratt er byrjaður að fasta. AFP

Leikarinn Chris Pratt er ekkert öðruvísi en stór hluti Íslendinga en hann er byrjaður að fasta. Leikarinn greindi frá því á Instagram að hann borðaði ekki fyrr en á hádegi og það hafi svínvirkað fyrir hann. 

„Virkar frekar vel og ég hef misst nokkur kíló nú þegar,“ sagði Pratt samkvæmt People. Pratt er hrifinn af lífstílnum og hvetur aðdáendur sína að kanna málið frekar. 

Pratt fastar hluta úr degi og borðar ekki fyrr en um hádegi, þá er hann búinn að taka æfingu á morgnana. Sumir menn fasta í 14 tíma á dag og borða þá bara í tíu tíma en enn aðrir fasta í 16 tíma á dag og borða þá einungis í átta tíma. 

Leikarinn hefur ekki alltaf verið grannur og stæltur en hann grenntist hins vegar mjög mikið árið 2014. Það gerði hann meðal annars með því að borða meira en hann var vanur og meira af rétta matnum, hollum mat. 

Chris Pratt hefur haft í nógu að snúast undanfarið.
Chris Pratt hefur haft í nógu að snúast undanfarið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál