Jógadrottning missti eiginlega af sumrinu

Sólveig Þórarinsdóttir, jógakennari og eigandi Sóla.
Sólveig Þórarinsdóttir, jógakennari og eigandi Sóla. Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir

Jógadrottningin Sólveig Þórarinsdóttir, eigandi Sóla, ætlar að reima á sig hlaupaskóna og hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. 

„Við fjölskyldan ætlum að sameinast um þetta verkefni en börnin okkar Karín (10), Sólon (8) og Hákon (6) eru mjög spennt fyrir því að láta gott af sér leiða og hitta JóaPé og Króla,“ segir Sólveig og hlær. 

Ertu vanur hlaupari?

„Sannarlega ekki og því tek ég fjölskylduupplifunina í skemmtiskokkinu fram yfir blóð, svita og tár í ár. Ég hef einungis hlaupið og skokkað mér til gamans með það að leiðarljósi að njóta útiverunnar að sumarlagi.“

Er jóga góður undirbúningur fyrir maraþonhlaup?

„Ég fæ ekki nóg af því að ítreka hversu mikið jóga styður við allar íþróttir. Flestir þekkja ávinning og mikilvægi þess að teygja og tryggja endurheimt en margir telja jóga auðvelt en greinarnar innan jóga eru gífurlega fjölbreyttar með mismunandi erfiðleikastigi. Líkamanum eru færri takmörk sett en huganum og í jóganu erum við stöðugt að vinna með að skrúfa kollinn betur á kroppinn en það er oftar en ekki mest krefjandi vinnan og það vita allir langhlauparar.“

Hvað ætlar þú að borða á hlaupadegi?

„Ég borða afar sjaldan fyrir morgunæfingar og líður best fastandi í líkamlegri áreynslu. Fyrir mér er algjör mýta að fylla tankinn eins og sagt er fyrir álag sem varir bara í 30-90 mínútur, alveg sér vestræn nálgun hugsa ég.“

Hvaða tónlist ætlarðu að vera með í eyrunum á hlaupum?

„Ætli ég verði með nokkuð núna en þegar ég hef viljað auka hraða eða bæta tíma á hlaupum mínum þá hef ég iðulega hlustað á hollenska vin minn og besta DJ allra tíma að eigin mati, Tiesto,“ segir hún. 

Sólveig ætlar að hlaupa fyrir Blátt áfram til að vekja athygli á þeirra málefnum sem eru forvarnir gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum.

„Þrátt fyrir mikla vakningu síðasta áratug eru þessi mál, úrvinnsla þeirra í dómskerfinu og þöggun enn smánarblettur á samfélaginu okkar.“

Hvernig er sumarið búið að vera hjá þér?

„Ég dvaldi lungann af sumrinu í Taílandi þar sem ég var að bæta við mig 300 klukkustunda jógakennaranámi. Það var mjög krefjandi og ánægjulegt. En mér finnst ég svolítið hafa misst af þessu sumri og er algjörlega með allan fókus á haustinu og opnuninni sem er fram undan hjá okkur í Sólum en ég næ þó nokkrum góðum dögum núna en við fjölskyldan erum á stuttu ferðalagi um Ísland.“

HÉR er hægt að heita á Sólveigu. 

mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál