Heilsuforritið sem hjálpar þér að léttast

Noom er heilsu- og lífstílsforrit sem hjálpar notendum sínum að …
Noom er heilsu- og lífstílsforrit sem hjálpar notendum sínum að léttast. mbl.is/Pexels

Heilsuforritið Noom er lífstílsforrit fyrir snjallsíma sem hjálpar notendum sínum að léttast. Á heimasíðu forritsins segir að það sé „síðasta megrunarplanið sem þú þarft.

Þegar notandi byrjar að nota forritið svarar það nokkrum bakgrunnsspurningum og segir hvert markmið sitt sé. Eftir það skapar forritið plan fyrir notandann með hugmyndum að máltíðum og almennri leiðsögn um mataræði og æfingar. Þetta er því eins og að hafa næringarfræðing og þjálfara í vasanum. 

Það skiptir máli að fylla inn allar upplýsingar um máltíðir samviskusamlega til að ná árangri. Forritið einblínir á að móta heðgun notandans hvað varðar máltíðir og æfingar og hjálpa notandanum að ná langvarandi árangri. 

mbl.is/skjáskot

Í forritinu er einnig hægt að spjalla við aðra notendur um árangur og skiptast á ráðum, en notendur forritsins eru um 45 milljónir. Hægt er að búa til hópa þar sem er hægt að spjalla saman um ákveðin málefni eða áskoranir. 

Forritið býður notandanum einnig upp á fræðslu hvað varðar næringarfræði og heilsu. Samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2016 sögðust 77,9% notenda forritsins hafa tapað þyngd. 

Notendur þurfa þó að greiða fyrir þjónustuna sem forritið veitir en á bak við það eru sérfræðingar með skírteini frá International Consortium for Health & Wellness Coaching. Einn mánuður af áskrift kostar um $50 bandaríkjadali eða um 5.400 íslenskar krónur. 

Take care of YOU! 💪#HappyHumpDay

A post shared by Noom Coach (@noom) on Jun 13, 2018 at 4:36pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál