Hræðileg hugmynd að æfa þunnur

Það er alltaf einn og einn sem fer þunnur í …
Það er alltaf einn og einn sem fer þunnur í ræktina. mbl.is/Thinkstockphotos

Að bæta upp fyrir syndir gærkvöldsins í ræktinni kann að hljóma eins og góð hugmynd. Það hafa margir fengið þá hugmynd að reyna að losa sig við þynnkuna með því að svitna vel á æfingu. Ekki eru allir þó sammála um ágæti aðferðarinnar eins og einkaþjálfarar fóru yfir í viðtali við Independent

Einkþjálfarinn segir að eitt helsta vandamálið við þynnku sé vökvaskortur en einkaþjálfarinn segir að með því að svitna eigi sér stað meira vökvatap. Áfengi hefur líka áhrif á prótínmyndun í líkamanum og gerir fólki erfiðara með að byggja upp vöðva og jafna sig eftir æfingu en ef ekki hefði verið drukkið áfengi. Annar einkaþjálfari útskýrir að fólk sé þreyttara vegna lágs blóðsykurs og því líklegra að fólk meiði sig. 

Að æfa eftir langa nótt er því ekki jafngagnlegt og á venjulegum degi og getur í raun gert ilt vera. Þynnka er þó misjöfn sem og hreyfing. Það er ekki endilega slæmt að hreyfa sig aðeins eftir að hafa drukkið áfengi en að fara í lyftingasalinn glerþunnur getur verið varasamt. 

Stundum er bara betra að vera uppi í sófa en …
Stundum er bara betra að vera uppi í sófa en að fara í ræktina. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál