6 reglur frá næringarþjálfara stjarnanna

Jennifer Lopez og Reese Witherspoon fara eftir ráðleggingum Haylie Pomroy.
Jennifer Lopez og Reese Witherspoon fara eftir ráðleggingum Haylie Pomroy. Samsett mynd

Haylie Pomroy er þekkt fyrir að vera næringarfræðingur stjarna á borð við Jennifer Lopez og Reese Witherspoon. Hún leggur áherslu á að það sé ekki genetískt að vera með góða brennslu heldur stjórnar fólk því sjálft með heilsusamlegum venjum. 

Í viðtali við Well+Good gefur hún upp nokkur góð ráð sem fólk ætti að venja sig á ef það vill bæta efnaskiptin í líkamanum en hún gaf nýlega út bókina Metabolism Revolution. „Þegar þú borðar meira, en velur rétta matinn á réttum tíma, getur þú í rauninni hraðað á brennslunni, byggt upp styrk, bætt húðlit þinn og fengið meiri orku.“

Alvöru matur

Promroy skilgreinir alvöru mat þannig að hann hafi verið einu sinni lifandi hvort sem hann kom af landi, himni eða sjó. Ávextir, grænmeti, korn, kjöt og egg er meðal þess sem er í þessum flokk en ekki matur sem verður til í verksmiðjum. Samkvæmt næringarfræðingnum er besta leiðin til að vera viss um að maður sé að borða alvöru mat er að sniðganga unna matvöru. Ef matvaran inniheldur mikið af innihaldsefnum ætti að skilja hana eftir í búðinni.

Ekki hugsa of mikið um kaloríur

Ef fólk vill grennast ætti fólk ekki að minnka matinn eins og að sleppa máltíðum. Pomroy bendir á að rannsóknir sýni að gæði fæðunnar skipti meira máli. 

Borðaðu innan við hálftíma eftir að þú vaknar 

Næringarfræðingurinn bendir á að ef fólk borðar ekki um leið og það vaknar sé það að vinna á engu eldsneyti. Það finnst ekki öllum gott að borða morgunmat en morgunmaturinn þarf ekki að vera stór. Pomroy mælir með því að fólk borði þrjár máltíðar á dag og millimál tvisvar á dag. 

Jennifer Lopez.
Jennifer Lopez. mbl.is/AFP

Hreyfðu þig rétt

Það skiptir líka máli að hreyfa sig og þá hvernig maður hreyfir þig. Pomroy mælir með því að fólk blandi styrktar æfingum við æfingar sem reyna á þolið. Einnig segir hún það mikilvægt að borða eitthvað aðeins fyrir æfingu, til dæmis ávöxt. 

Breyttu til í mataræðinu

Fólk á það til að borða það sama dag eftir dag, sérstaklega þegar það er að reyna halda sér í hollustunni. Þetta verður ekki bara leiðinlegt heldur segir Pomroy að rannsóknir sýni fram á mikilvægi þess að borða ekki það sama alla dag. Auðveldasta leiðin til að breyta til er að skipta út ávöxtunum og grænmetinu. 

Borðaðu mat sem þú elskar

Þrátt fyrir að Pomroy mæli með því að fólk borði hollan mat þá mælir hún með því að fólk borði góðan mat. Ekki bara góða ávexti og grænmeti heldur leyfi sér eitthvað eins og pizzu einstaka sinnum ef það gerir fólk hamingjusamt. 

Reese Witherspoon.
Reese Witherspoon. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál