Þjálfari Meghan leysir frá skjóðunni

Meghan Markle er þekkt fyrir að hafa áhuga á hreyfingu …
Meghan Markle er þekkt fyrir að hafa áhuga á hreyfingu og hollu mataræði. AFP

Margar konur fara í líkamsræktarátak fyrir stóra daginn, Meghan Markle þarf þess þó örugglega ekki enda þekkt fyrir að hreyfa sig mikið. Þjálfari hennar leysti frá skjóðunni og sagði Women's Health frá líkamsræktarvenjum Meghan þegar hún bjó í Kanda. 

Mamma Meghan er jógakennari og ásamt því hefur hún sagt að hún hlaupi og geri Pilates. Meghan bjó í Toronto áður en hún flutti til Lundúna til að vera með Harry Bretaprins. Í Toronto þjálfaði Craig McNamee Meghan í þrjú ár en hann segir Meghan aldrei hafa kvartað í ræktinni og segir hana njóta þess að hreyfa sig. 

McNamee þjálfaði Meghan þrisvar til fjórum sinnum í viku í 45 mínútur í senn. Á æfingunum lagði hann áherslu á endurtekningar og að lyfta léttum lóðum. Lögðu þau áherslu að styrkja allan líkamann og laga líkamsstöðu Meghan fyrir sjónvarpið. Það var gert með því að styrkja rass, bak og læri auk þess sem sem lagt var áherslu á miðjuna. 

Leiðbeiningar um æfingu eins og þá sem McNamee lét Meghan gera má sjá á vef Women's Health. Æfingin tekur bara um hálftíma en McNamee bætti við fimm mínútna upphitun, fimm mínútum í teygjur þar á eftir og aftur fimm mínútur í að teygja eftir æfingu. 

Harry prins og Meghan Markle gifta sig 19. maí.
Harry prins og Meghan Markle gifta sig 19. maí. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál