Er kominn tími til að vekja rassinn?

Fólk fær ekki mikið út úr því þegar það situr …
Fólk fær ekki mikið út úr því þegar það situr fyrir framan tölvuna átta tíma á dag. mbl.is/Thinkstockphotos

Rassvöðvarnir eru stórir vöðvar en gleymast oft og leggjast hálfpartinn í dvala ef ekki er hugsað nógu vel um að virkja þá. Það er ekki bara mikilvægt að virkja og þjálfa vöðvana heldur líka teygja á. 

Popsugar greinir frá því að mikil seta getur gert það að verkum að náravöðvar styttast og að lokum slokknar á rassvöðvunum. Því miður hafa vöðvarnir framan á líkamanum hafa vinninginn. 

Foam-rúllan kemur að góðum notum þegar mýkja þarf vöðvana.
Foam-rúllan kemur að góðum notum þegar mýkja þarf vöðvana. mbl.is/Thinkstockphotos

Gott er því að teygja á nárunum og framan á lærunum og nudda læri og rass með foam-rúllu eða nuddbolta til þess að losa um stífa vöðvana og lengja vöðvana. 

Til þess að kveikja síðan aðeins á rassinum er gott að taka stigann í staðinn fyrir lyftuna, ganga fjöll og svo sjálfsögðu gera hefðbundnar æfingar eins og hnébeygjur, fótalyftur og framstig. 

Fótalyftur er fræbærar rassæfingar.
Fótalyftur er fræbærar rassæfingar. mbl.is/Thinkstockphotos
Framstig hafa ekki svæft neina rassvöðva.
Framstig hafa ekki svæft neina rassvöðva. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál