Spikið burt með einum plástri

Brðaum verðu hægt að plástra burt spikið.
Brðaum verðu hægt að plástra burt spikið. mbl.is/Thinkstockphotos

Vísindamenn eru nú að þróa hálfgerða plástra sem eiga að brenna fitu. Með því að setja plásturinn á ákveðinn stað eins og á mjaðmirnar á að vera hægt að minna hliðarspikið um allt að 20 prósent samkvæmt The Telepraph en í plástrinum eru lyf sem breyta efnaskiptunum í líkamanum. 

Í fólki finnast tvenns konar fitufrumur, ljósar og brúnar. Brúnar fitufrumur brenna fitu til þess að veita varma. Vísindamenn hafa lengi reynt að finna leiðir til þess að breyta ljósu fitufrumunum í brúnar. 

Þangað til nú hafa þau lyf sem búin hafa verið til með þessu markmiði ekki virkað nógu vel þar sem lyfið hefur verið gefið í töfluformi eða með sprautu og virkað þar með á allan líkamann. Aukaverkanir hafa því verið magaverkir, þyngdaraukning og beinbrot. Í tilviki plástursins virkar lyfið staðbundið og lyfið virkar því bara á þann stað sem manneskja vill grennast á. 

Rannsóknarmenn við Columbia University Medical Center í New York prófuðu aðferðina á músum og komust að því að þær misstu 20 prósent af fitunni á þeim stað þar sem plásturinn átti að virka. Engin áhrif voru að sjá annars staðar á líkama þeirra.

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál