Réttar æfingar fyrir hvern líkamsvöxt

Eru hjólreiðar og spinning rétta hreyfingin fyrir þig?
Eru hjólreiðar og spinning rétta hreyfingin fyrir þig? mbl.is/Thinkstockphotos

Það gæti verið að uppáhaldslíkamsræktaræfingin þín sé ekki að gera mikið fyrir þig. Samkvæmt Indy100 henta ákveðnar æfingar ákveðnum líkamsvexti betur. 

Að sjálfsögðu er öll hreyfing af hinu góða en ef fólk er með ákveðin markmið þá gagnast mismunandi hreyfingar misvel. Þrátt fyrir að fólk sé eins mismunandi og það er margt má gróflega flokka líkamsvöxt fólks í þrjá flokka.

Þéttvaxnir einstaklingar

Þéttvaxið fólk á það til að vera með meiri líkamsfitu en annað fólk. Fólk sem er með slíkan líkamsvöxt ætti frekar að gera æfingar sem brenna miklu í staðinn fyrir að leggja áherslu á styrktaræfingar. Ástæðan er sú að þyngdin sem það ber hefur slæm áhrif á liðamót og bein. 

Það er því mælt með hjólreiðum, göngutúrum, sundi og léttri leikfimi. Það er einnig mælt með því að fólk stundi hópíþróttir. 

Grannvaxnir einstaklingar

Fyrir þá sem eru grannvaxnir og með litla fitu er oft erfiðara að þyngjast en að léttast. Fólk með slíkan líkamsvöxt ætti því að byggja upp vöðva. Styrktaræfingar eru góðar en það ætti að gera minna af brennsluæfingum. 

Kraftmiklir einstaklingar

Síðasti hópurinn er íþróttamannslega byggður með litla fitu og mikla vöðva. Það mætti því halda að það fólk þurfi varla að hreyfa sig. Cedric Bryand sálfræðingur segir að margir, sérstaklega konur, vilji ekki svona stóra vöðva. Þá geti verið gott að fara í jóga eða pilates þar sem áhersla er lögð á að byggja upp langa og vel tónaða vöðva. 

Hvort ættir þú að gera styrktaræfingar eða brennsluæfingar?
Hvort ættir þú að gera styrktaræfingar eða brennsluæfingar? mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál