Elskar fellingarnar vegna nektar-jóga

Jessa O'Brien lærði að elska líkama sinn eftir hún byrjaði …
Jessa O'Brien lærði að elska líkama sinn eftir hún byrjaði að stunda jóga nakin. Skjáskot/Instagram

Fyrir tveimur árum uppgötvaði hin 28 ára Jessa O'Brien nektar-jóga og lærði þannig að elska sjálfa sig. 

Jessa var í Portúgal þegar hún varð vör við þessa tegund jóga fyrst.

„Ég hef verið að æfa jóga í um sjö ár og er menntaður jógakennari, en það var ekki fyrr en ég prófaði jóga nakin með fullt af konum í Portúgal sem ég fattaði hversu eflandi jóga getur verið,“ sagði hún í viðtali við Daily Mail.

Þegar hún kom heim til Ástralíu leitaði hún að stöðum þar sem nakið-jóga var stundað og fann nánast ekki neitt. Það var þá sem hún byrjaði að stunda þetta sjálf á ströndinni bæði ein og með vinkonum sínum. 

„Jóga snýst um að tengja líkama og sál,“ sagði Jessa. „Að gera það nakinn í öruggu umhverfi eykur þá tengingu.“

Hún bætti því við að það væri mikilvægt að læra að vera berskjaldaður því það er aðeins þannig sem að þú lærir að elska þig eins og þú ert. 

„Ég er frekar mjó kona en þegar ég beygi mig þá koma oft fellingar. Nakið jóga hjálpaði mér að elska hverja einustu fellingu líkamans.“

Nú heldur Jessa alls kyns námskeið og kennir fólki hvernig skal stunda jóga nakið. Hún viðurkenndi að sumum finnist í fyrstu mjög óþægilegt að klæða sig úr fötunum fyrir framan alla en í öllum tilfellum verði fólk öruggara þegar líður á tímann.  

Í haust fer hún svo af stað með þriggja klukkutíma nakin jóganámskeið þar sem hún ætlar að leggja mesta áherslu á líkamsást og sjálfsöryggi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál