Stjörnurnar hafa tjáð sig um fósturmissi

Beyoncé missti fóstur fyrir nokkrum árum.
Beyoncé missti fóstur fyrir nokkrum árum. skjáskot/Beyonce.com

Það að eignast barn og verða ólétt er eitt það fallegasta og gleðilegasta í lífi margra. Hins vegar er það því miður ekki svo óalgengt að konur missi fóstur þó svo að lítið sé talað um það. Nokkrar stjörnur hafa tjáð sig opinberlega um fósturmissi. 

Beyoncé 

Beyoncé.
Beyoncé. mbl.is/AFP

Tónlistarfólkið Beyoncé og Jay-Z eignuðust tvíbura fyrir stuttu en fyrir áttu þau dótturina Blue Ivy sem fæddist árið 2012. Beyoncé missti hins vegar fóstur ári áður en Blue Ivy fæddist. Í heimildarmynd HBO frá árinu 2013 um söngkonuna sagði Beyoncé frá fósturmissinum. Hún hafði fengið að heyra hjartsláttinn en þegar hún fór til læknis viku seinna var enginn hjartsláttur. „Ég fór í hljóðverið og samdi sorglegasta lag sem ég hef nokkurn tímann samið,“ sagði söngkonan. En hún vann sig í gegnum áfallið með tónlistinni sinni. 

Gwyneth Paltrow

Gwyneth Paltrow.
Gwyneth Paltrow. mbl.is/AFP

Leikkonan á tvö börn með fyrrverandi eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Chris Martin. En árið 2013 sagði hún frá því að hún hafði orðið ólétt af þriðja barni sínu en missti fóstrið. „Það var mjög slæm upplifun þegar ég var ólétt af mínu þriðja. Það gekk ekki upp og ég dó næstum því,“ sagði Paltrow. 

Mariah Carey

Mariah Carey.
Mariah Carey. mbl.is/AFP

Söngkonan á tvíbura með fyrrum eiginmanni sínum Nick Cannon. Hún hefur sagt frá því að fyrsta óléttan endaði með fósturmissi. „Það kom okkur eiginlega úr jafnvægi og fór með okkur á stað sem var mjög myrkur og erfiður,“ sagði söngkonan. En hún segir ekki hafa getað talað um fósturmissinn við nokkurn mann og það hafi verið mjög erfitt. 

Celine Dion

Celine Dion.
Celine Dion. mbl.is/AFP

Söngkonan sem missti eiginmann sinn í fyrra á son frá árinu 2001 og tvíbura sem fæddust árið 2010. Tvíburarnir voru upphaflega þríburar. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem hún missti barn en Titanic-söngkonan opnaði sig árið 2009 í viðtali hjá Opruh þar sem hún viðurkenndi að hún hafði upplifað fósturmissi þó nokkuð oft. „Svona er lífið, þú veist. Fullt af fólki gengur í gegnum þetta. Við erum búin að reyna fjórum sinnum að eignast barn. Við erum enn að reyna,“ sagði Dion við Opruh Winfrey.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál