Morgunmatur á dag veldur þyngdartapi

Þeir sem borða mikið á morgnana léttast með tímanum.
Þeir sem borða mikið á morgnana léttast með tímanum. mbl.is/ThinkstockPhotos

Ef þig langar að losa þig við aukakílóin er lykillinn fólginn í því hversu stórar máltíðir þú borðar og hvenær þú borðar þær samkvæmt nýjustu rannsóknum.

Rannsóknarmenn skoðuðu gögn um matarvenjur 50.000 manns og uppgötvuðu þær venjur sem tengjast þyngdartapi.

Fituhlutfall var lægra hjá þeim sem borða alltaf morgunmat en hjá þeim sem sleppa morgunmat. Þeir sem ekki borðuðu morgunmat í rannsókninni áttu það til að þyngjast með tímanum.

Það sem meira er, þeir sem borðuðu mest í morgunmat léttust með tímanum á meðan fituhlutfall þeirra sem að borða mest í kvöldmat hækkaði.

Það eru margar líklegar ástæður fyrir því að hvenær og hversu mikið þú borðar hefur áhrif á fituhlutfall. Ein líkleg er að þegar þú borðar morgunmat verður þú saddari út daginn.

Um að gera að fá sér stóran og góðan morgunmat …
Um að gera að fá sér stóran og góðan morgunmat til þess að vera saddari út daginn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál