Sérviskumataræði stjarnanna er slæmt

Gisele Bundchen og Tom Brady.
Gisele Bundchen og Tom Brady. mbl.is/AFP

Stjörnurnar eru þekktar fyrir að vera á ströngu og öfgafullu mataræði enda virðist það oft vera hluti af starfslýsingunni að hafa óraunverulegan líkama. Næringarfræðingarnir Caroline Apovian og Brittany Markides fóru yfir hversu heilsusamlegt og gáfulegt mataræði stjarnanna væri.

Kardashian-fjölskyldan drekkur detox-te

Khloe Kardashian og Kim Kardashian.
Khloe Kardashian og Kim Kardashian. mbl.is/AFP

Að maður grennist með því að drekka afeitrunarte hljómar eiginlega of vel til þess að vera satt og það er það samkvæmt Apovian. Afeitrun líkamans er náttúrulegt ferli sem nýrun stjórna.

Leikkonan og lífstílsgúrúinn Gwyneth Paltrow er á djús-föstum

Gwyneth Paltrow.
Gwyneth Paltrow. mbl.is/AFP

Paltrow fer reglulega á djús-föstur til þessa hreinsa út eitrið í líkamanum. Markides útskýrir að þetta sé ekki endilega góð leið til að grennast enda eru fáar kaloríur innbyrtar og þar með stafar þyngdartapið aðallega af vökvatapi. Þegar byrjað er að borða venjulega fæðu aftur nær fólk fljótt sömu þyngd.  

Söngkonan Mariah Carey var á fjólubláum kúr þegar hún þurfti að losa sig við óléttukílóin

Mariah Carey.
Mariah Carey. mbl.is/AFP

Þrátt fyrir að það sé hollt að borða eggaldin og radísur þá er ekki þar með sagt að það sé hollt að útiloka grænmeti sem er ekki fjólublátt.

Fyrirsætan Miranda Kerr borðar bara hreinan mat

Miranda Kerr.
Miranda Kerr. mbl.is/AFP

Að borða hreinan mat er mjög gott. Hins vegar getur þetta haft slæm áhrif á samband fólks við mat að sögn Markides. Þetta getur orðið til þess að fólk finnur fyrir sektarkennd og skömm vegna þess að það borða einhvern mat sem er sagður vera slæmur.

Leikarinn Alec Baldwin segist hafa lést mikið eftir að hann hætti alveg að borða sykur

Alec Baldwin.
Alec Baldwin. mbl.is/AFP

Það fer enginn að mótmæla því að það er gott að minnka sykurátið. Hins vegar er það óraunsætt að ætla að banna allan sykur að sögn Markides. Hún bendir á að betra sé að minnka neysluna.

Söngkonan Beyoncé fær ekki nóg af Master Cleanse-kúrnum

Beyoncé.
Beyoncé. mbl.is/AFP

Beyoncé er ein þeirra stjarna sem hefur farið á Master Cleanse en kúrinn samanstendur af sítrónusafa, vatni, sírópi og cayenne-pipar. Rétt eins og aðrar föstur leiðir þessir kúr ekki að langtímaþyngdartapi.

Ruðningskappinn Tom Brady og fyrirsætan Gisele Bundchen borða hvorki kartöflur né tómata 

Gisele Bundchen og Tom Brady.
Gisele Bundchen og Tom Brady. mbl.is/AFP

Brady og Bundchen sneiða hjá kjöti, áfengi, kaffi og náttskuggajurtum eins og kartöflum og tómötum. En Apovian segir að ekki ætti að sneiða fram hjá þessu grænmeti enda sé þetta hollt og næringarríkt grænmeti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál